mánudagur, janúar 17, 2005

10 ára gella

Já svei mér þá. Hún Elísa Auður varð 10 ára s.l. föstudag (14. janúar). Hugsa sér að það séu 10 ár síðan hún fæddist, þetta er ótrúlegt. Það er bara alls ekkert langt síðan ég fékk þessa litlu skvísu í fangið fyrst, ekkert langt síðan ég var að labba með hana í kerru niður á tjörn að gefa öndunum brauð, örstutt síðan hún lærði að hjóla án hjálpardekkja, bara nokkrar sekúndur síðan hún byrjaði í skóla... jahérna hér. Svo er þetta bara að verða unglingur, híhí, eða svona næstum því. Já, ég á stóra og myndarlega stelpu, þarf bráðum að fara að fá mér haglara til að reka óþekka stráka í burtu frá henni :Þ

sunnudagur, desember 19, 2004

Elsku afi minn.

Elsku afi minn. Posted by Hello


Hann afi minn elskulegur dó á föstudaginn. Hann var orðinn mikið veikur en þurfti sem betur fer ekki að þjást lengi. Hann var líka með húmorinn sinn skemmtilega alveg þar til undir lokin, ótrúlegur alveg. Ég er ekki alveg búin að meðtaka þetta held ég, það er líka svo erfitt að vera hér langt í burtu í útlöndum. En ég og Elísa ætlum heim á annan í jólum og fara í jarðarförina. Mér finnst það bara svo nauðsynlegt að geta farið og kvatt hann á þann hátt, líka fyrir Elísu. En mikið var maður nú heppinn að eiga svona góðan og skemmtilegan afa, gott að eiga margar góðar minningar um hann ;)

mánudagur, desember 06, 2004

Hjálpi mér öll heilög hamingja :S

Jesús, ég fór áðan niður að læsa útidyrahurðinni, fór svo upp og skellti mér í bað. Þá heyri ég þesi þvílíku læti hér fyrir utan, öskur og ég veit ekki hvað. Rýk upp úr baðinu og kallinn kemur inn á bað til mín og tilkynnir mér að það séu fullt af vopnuðum lögregluþjónum úti í portinu hjá okkur. Með hjálma og byssur og alles. Byssum beint að öllum gluggum og dyrum hjá nágrannanum, þar sem þeir svo brjóta upp hurðina og draga hann út og handjárna og hann svo færður í burtu í lögreglubíl stuttu síðar. Þeir eru svo eitthvað að brasa þarna inni og koma út með eitthvað vöðlað inn í dagblað, setja það í skottið á öðrum lögreglubíl og fara svo.

Kræst, ég er bara í sjokki hér, skelf og titra hreinlega. Fyrst þeir mæta hér í fullum skrúða með vopn og allar græjur þá getur þetta ekki hafa verið eitthvað minniháttar mál, þeir hljóta að hafa grunað hann um að vera með vopn.

Sjitt, eins gott að ég var búin að fara niður og læsa þegar þetta gerðist og eins gott að það varð ekkert skotdrama úr þessu. Almáttugur, og hér á maður heima.

Þessi nágranni hefur nú alltaf virst saklausasta grey, en hann á sko mjög dularfulla vini sem okkur hér hefur verið ansi illa við. Hvað í andskotanum ætli hafi gengið á eiginlega, hvað ætli hann hafi gert??? Fokk!!! Ég ætla að tala við leigusalann við fyrsta tækifæri og spyrja hvort þessi maður muni búa hér áfram, er sko EKKI vel við það með þrjú ung börn á heimilinu.

Þá hefur maður tekið þátt í bíómynd, enda var þetta þokkalega óraunverulegt eitthvað, veit ekki alveg hvernig mér líður, skjálfandi og titrandi með hjartslátt og guðs lifandi fegin að Elísa fékk að gista hjá vinkonu sinni akkurat í nótt og þurfti ekki að upplifa þetta. hin tvö sváfu sem betur fer þrátt fyrir lætin.

Úff, ætla að reyna að róa mig aðeins niður.

laugardagur, nóvember 27, 2004

Hvar annars staðar en í Bandaríkjunum sér maður þetta? Posted by Hello

föstudagur, nóvember 19, 2004

Hjalti töffari

Ekkert smá flott húfa :Þ 

Posted by Hello

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Hmm!

Sá þetta á blogginu hennar Sillu. Er ég í klíku? Hvaða klíka er það þá? Hehe ;)

Whats does your personality rate from 1-10? by morning_prayer
Your first full name
Your personality rates aten
your best quality isyoure pretty inside and out
your worst quality isyoure in a clique'
this is becauseOf the people you hang around
Quiz created with MemeGen!

Vetur í Noregi

Hér er snjór og fallegt veður, en kalt. Nú fer sko frostið að koma. Það er rúmlega 8 stiga frost núna, en hér fer nú frostið léttilega í 15-20 gráður og stundum alveg niður í 30. Hins vegar er sjaldan svona mikið rok eins og á Íslandi. Það var verið að opna Europris pluss verslun hér og þar er hæt að kaupa allskonar ódýrar vörur, risaverslun sko ;) Keyptum fínan kuldagalla á Hjalta á 300 kall norskar (rúmlega 3000 íslenskar) og kuldaskó á Elísu á 130 kr (sem sagt um 1500 kr íslenskar). Bjöggi er búinn að setja vetrardekkin undir bílinn svo þar er allt í fínu lagi. En snjóþotur barnanna finnast hvergi :S Skil ekki hvað hefur orðið af þeim. En jájá, það má þá kaupa nýjar við tækifæri.

Annars er ég bara slöpp og kvefuð, ekkert gaman. Með stíflað nef, rennandi hor og dúndrandi hausverk. Ég gat ekki einu sinni sofið í rúminu mínu í nótt, flúði fram í stofu og náði að sofna í sófanum, en þar gat ég allavegana verið með hærra undir bakinu og höfðinu, ferlegt ástand bara. Er þó aðeins að skána núna. Svo er ég með svo mikinn varaþurrk af því að anda með munninum, en ég get allavegana andað með nefinu núna ;)

Ég er að komast í jólaskap, það verður svo jólalegt með þessum fallega snjó. Hann sest á trén og skreytir þau svo skemmtilega. Ég hlakka bara til að fara að gera fínt hér heima og setja upp jólaskraut. Fyrsti í aðventu er nú 28. nóvember, þá langar mig að vera búin að skreyta smá ;)

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Óáttaðar mýflugur

Þessar mýflugur hér hljóta að vera orðnar verulega kalkaðar, eða a.m.k. ein þeirra. Hún er ekki búin að átta sig á því að það er kominnn NÓVEMBER og hún ætti því að vera dauð. Nei, nei, helvítis kvikindið heldur bara að það sé enn sumar og er búin að bíta mig þrisvar í andlitið og einu sinni á handlegginn. Rosalega er þetta eitthvað týpískt. Ég að fara á djamm á föstudaginn, sem gerist sárasjaldan, og þá loks þegar ég fer verð ég með mýflugnabit á kinninni og á bullandi túr... æði!

föstudagur, október 29, 2004

Alltaf veikindi :S

Sko, s.l. laugardag ældi Arna alveg hrikalega mikið, samt bara einu sinni, og svo var það bara búið. Á þriðjudagskvöldið ældi Hjalti álíka mikið, reyndar tvisvar, og svo var sú pest búin. Í gær var Arna að drepast í maganum og var svo með niðurgang alla nóttina og aðeins í dag, en er orðin nokkuð góð núna. Svo fannst mér Hjalti grunsamlega syfjaður yfir teiknimyndunum áðan og ákvað að mæla hann... og hann var með rúmlega 39 stiga hita. En Elísa er hress og spræk að vanda ;)

fimmtudagur, október 28, 2004

Algjört krútt :D


Hrikalega sætur, bara alveg eins og í teiknimyndunum ;D Posted by Hello

Broddi ;)


Litli gesturinn okkar í kvöld. Fékk fljótlega nafnið Broddi ;) Posted by Hello

sunnudagur, október 24, 2004

Lilja pæjaSvona er ég í dag (reyndar í gær :Þ) Posted by Hello