mánudagur, ágúst 04, 2003

Gott er nú blessað veðrið ;)

Nú koma stelpurnar og Bjöggi heim á MORGUN... HÚRRA!!! Hlakka til að sjá hvernig Hjalti bregst við ;). Annars fór Hjalti í smá heimsókn á leikskólann sinn ídag. Hann var svona smá feiminn fyrst og hékk aðeins í mömmu sinni, en eftir smá stund var hann farinn að atast út um allt og rífa dót af krökkum (ehemm). Held að þetta verði bara svaka gaman þenna eina dag í viku sem hann fer á sjálfan leikskólann.

Ömm, ég er ekki búin að vera dugleg í FLYinu í dag, er búin að vera að stússast út um allan bæ. En ég hef enn tíma ;). Vaskurinn minn er nú ekkert rosalegur sko, þarf bara að vaska smá upp og þá er það komið. Skenkurinn minn er enn laus við drasl. Svo bara að ganga aðeins frá í stofunni. Annars ætla ég líka að taka svolítið til í herbergjum stelpnanna.

En fyrst ætla ég að koma Hjalta í rúmið og horfa svo á Bachelor, hehe.

sunnudagur, ágúst 03, 2003

Jæja, búin að finna 27 hluti til að henda. Þetta var nú ekkert voðalega auðvelt, en þar sem maður bara VARÐ að finna 27 þá gerði maður það ;)

Hvað á maður þá að gera næst? Kannski hreinsa til á einum hot spot. Tökum bara skenkinn ;)

Dagur tvö sem FLYbabie ;). Í dag á ég að búa mér til kvöldrútínu, þ.e. ganga frá því mesta fyrir svefninn svo það sé ekki allt í rúst þegar maður vaknar.

1. Pússa eldhúsvaskinn ;) (mjög mikilvægur þessi vaskur) og ganga frá í eldhúsinu.
2. Tína saman dótið í stofunni.
3. Finna föt fyrir morgundaginn.
4. Fara í afslappandi bað ;)

Er þetta ekki ágætt til að byrja með?

Nú svo eru tvö önnur atriði sem ég á að hafa í huga í dag. Í fyrsta lagi passa s.k. hot spots, en það eru svæði sem safna á sig drasli. Sófaborðið mitt og skenkurinn eru týpísk svoleiðis svæði. Ef maður setur einn hlut þar þá margfaldast hann bara alveg sjálfkrafa :Þ. Ég á sem sagt að minnka aðeins þessa hot spots í dag. Annað atriði er að labba um íbúðina með ruslapoka og finna 27 hluti sem má henda. Bara setja þá í pokann, aldrei kíkja ofan í hann aftur og svo bara binda fyrir og HENDA. Maður á allt of mikið drasl.

Well, best að fara að gera eitthvað af þessu. Ég er búin að pússa eldhúsvaskinn, geri það eflaust aftur í kvöld (ég er ægilega ánægð með eldhúsvaskinn minn núna). Ég ætla að byrja að finna þessa 27 hluti til að henda ;)

Lilja FLYbaby