laugardagur, júní 12, 2004

Þunn

Já, ég er pínu þunn. Það var svona fyrirlestradagur í vinnunni í gær og svo út að borða um kvöldið og djamm. Ég er nú ekkert svakalega þunn, en mig langar ekkert svakalega mikið að fara á næturvaktina núna á eftir. En ég slepp víst ekkert undan því. Frábært veður í dag, um 25 stiga hiti, sól og blíða. Hjalti sagði fyrstu þriggja orða setninguna sína áðan, hún var "bíddu gá mamma", en þetta sagði hann við pabba sinn þegar hann ætlaði að setja á drenginn nýja bleiu ;)

miðvikudagur, júní 09, 2004

BÖRN!!!

Merkilegt með þessa krakka hvað þau virðast bara stundum halda að pabbi þeirra sé ósýnilegur. Ef þau þurfa eitthvað þá er það alltaf mamma mamma mamma. Maður getur stundum orðið alveg galinn á þessu sko.

Mamma, viltu gefa mér eitthvað að drekka.
Mamma, ég er svolítið svöng.
Mamma, komdu að skeina mig.
Mamma, ég er svo þreytt.
Mamma, viltu kveikja á sjónvarpinu.
Mamma, viltu gefa mér meiri eplasafa.
Mamma, viltu breiða á mig.


*GARG*

Æ, það er samt yndislegt að vera mamma. Svo ef maður er búinn að vera eitthvað pirraður á þessum elskum svona um daginn eða kvöldið, þá er alveg nóg að kíkja bara á þau þegar þau eru sofnuð. Það er alveg lífsins ómögulegt að vera pirraður út í saklaus sofandi börn :D

Svolítið þreytt...

... en vildi samt skrifa smá. Var að vinna á kvöldvakt og var bara með eitt herbergi, einn sjúkling sem krefst mjög mikils. Hann er með tracheostomiu (hvað heitir þetta nú á íslensku, hmmm, allavegana andar í gegnum gat á barkanum) og heimaöndunarvél sem þarf að kunna svolítið á og fylgjast með. En þetta var svo róleg vakt, ég þurfti eiginlega ekkert að gera. Enda sér þessi sjúklingur um mikið sjálfur bara.

Undur og stórmerki, það gengur bara rosa vel að láta Hjalta Sævar sofna sjálfan :D Frábært, frábært. Loksins gekk þetta ;) Enda strákurinn orðinn stór og farinn að skilja svo margt ;)

sunnudagur, júní 06, 2004

Strandferð

Já við skruppum bara á ströndina í dag í góða veðrinu. Krökkunum fannst það æðislegt og vildu helst ekkert fara heim aftur. Þetta er nú bara í fyrsta skipti sem við skreppum svona á ströndina, enda vorum við ekkert með bíl í fyrrasumar til að gera svona hluti. En það er á hreinu að þetta verður gert aftur. Frábær leið til að skemmta krökkunum og slappa af í leiðinni :D