fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Óáttaðar mýflugur

Þessar mýflugur hér hljóta að vera orðnar verulega kalkaðar, eða a.m.k. ein þeirra. Hún er ekki búin að átta sig á því að það er kominnn NÓVEMBER og hún ætti því að vera dauð. Nei, nei, helvítis kvikindið heldur bara að það sé enn sumar og er búin að bíta mig þrisvar í andlitið og einu sinni á handlegginn. Rosalega er þetta eitthvað týpískt. Ég að fara á djamm á föstudaginn, sem gerist sárasjaldan, og þá loks þegar ég fer verð ég með mýflugnabit á kinninni og á bullandi túr... æði!