laugardagur, apríl 19, 2003

Bwahahahaha, ég varð nú bara að prófa þetta. Er alveg ánægð með að vera líkt við þessa gellu, hehehe. En hver í ósköpunum ætli hafi þýtt þetta próf? Þetta er nú með því hræðilegasta sem ég hef séð, hahaha.

HarleyGuiding
Harley Cooper: Thu ert uppreisnarseggur og
villingur! Skyrd eftir Harley Davidson
motorhjli, fylgir engum reglum og gerir thad
sem thu villt. Thin veika hlid eru karlmenn,
thu hefur gifst nokkrum sinnum vegna astar, en
thad hefur aldrei gengid upp. Thu ert hins
vegar mjog skotin i nuverandi kaerasta thinum,
hann er logga alveg eins og thu. Vonandi bara
ad hann fai aftur tilfinningu i lappirnar eftir
sprenginguna...


Hvada Leidarljos karakter ertu?
brought to you by Quizilla

Jæja, þá eru að koma páskar og engin súkkulaðipáskaegg eru á boðstólnum hér. Mamma er nú reyndar búin að senda okkur pakka með eggjum, en hann er ekki enn kominn (lélegir þessir norsarar). En við fáum þá væntanlega súkkulaðipáskaegg eftir páska. En hvernig ætli það standi á því að Ísland virðist vera eina landið sem selur súkkulaðipáskaegg? Hvernig má það vera að önnur lönd séu ekki búin að fatta hvað þetta er hrikalega góð hugmynd og ég efast ekki um að sælgætisfyrirtækin græði á tá og fingri um páskana. Afhverju virðast önnur lönd bara vera með þessi leiðinlegu pappapáskaegg sem maður þarf að fylla sjálfur? Ég man þegar ég var krakki og bjó í Svíþjóð og fékk pappapáskaegg. Reyndar fannst mér það voða flott fyrst, því það var eitthvað alveg nýtt. En svo fengum við yfirleitt send súkkulaðipáskaegg frá ömmu og afa á Íslandi og ég var ekkert smá montin af þeim og allir vinirnir mínir öfunduðu okkur af þeim. Eitt skiptið þá bjuggum við meira að segja til eigin súkkulaðipáskaegg. Við vorum í heimsókn hjá einhverju vinafólki mömmu og pabba í Gautaborg og þau áttu súkkulaðipáskaeggjamót. Það var rosa sport :D Svo er þessi málsháttarregla alveg svakalega skemmtileg. Hver ætli hafi fundið upp á henni? Og hvenær ætli súkkulaðipáskaegg hafi verið framleidd fyrst á Íslandi? Já, og hvenær ætli það hafi orðið almennt að gefa páskaegg á Íslandi og hvaðan kemur þessi siður? Einhverntíman hef ég nú lesið um þetta, en ég er búin að steingleyma því. Ef þú veist svarið, sentu mér póst eða skilaboð :Þ

föstudagur, apríl 18, 2003

Alltaf gaman að gera test :D


You're Penelope Cruz...you're special and different
but you know where you stand. You don't regret
for things past and you hold you head up
high...


What actress are you?
brought to you by Quizilla

Veeeeeeeiiii það er komið sumar... eða allavegana gott vor ;) Hitinn fór upp í 18 gráður í skugganum í gær og í dag er svipað veður. Yndislegt. Fórum í labbitúr á stuttermabolum í gær í þessu skínandi fallega og hlýja veðri. Nú man ég afhverju við vorum svona ánægð með Fredrikstad þegar við vorum að spá í að flytja hingað. Elísa sést varla inni þessa dagana, enda á það bara að vera svoleiðis þegar maður er krakki og veðrið er gott. Svo fæ ég algjört nostalgíukast, þetta minnir mig svolítið á Lund (í Svíþjóð) þegar við bjuggum það. Gott veður á vorin og hægt að vera í stuttermabol. Ji, hvað það var nú stundum gaman þá. Ég er alltaf á leiðinni að reyna að grafa upp heimilisfangið hans Jóns Baldurs, gamla besta vinar míns síðan þá. Ég veit að hann á heima í Svíþjóð og þeir eru nú varla svo margir sem heita Jón Baldur Hauksson þar. Best að fara að grúska bara á meðan ég er í stuði. Hrikalega væri nú gaman að heyra í honum og jafnvel hitta hann. Það er nú ekki svo langt að fara yfir til Svíþjóðar héðan. Nema hann eigi heima einhversstaðar lengst í norður Svíþjóð.

Ég datt í smá súkkulaði- og ísát í gær, ferleg alveg. Ekki grennist ég mikið af því. En það eru nú farin tæp 20 kg síðan í byrjun janúar svo ég get nú verið ánægð með það. Ég bæti þeim nú ekki öllum á mig vegna smá súkkulaðis og íss. Nenni ekkert að spá of mikið í þetta um páskana en verð bara dugleg eftir þá. Svo er ég líka að fara á næturvaktir alla helgina, sú fyrsta í kvöld, og ég borða nú ekki mikið þegar ég er á þeim. En þvílíkur munur að finna og sjá að 20 kg séu farin, mér finnst ég bara ógeðslega flott, hahaha, þó að það séu alveg 20 kg eftir sem mættu fara ;) En ég er allavegana hálfnuð og ég er miklu léttari, bæði líkamlega og andlega :D. Mér finnst ekki lengur ömurlegt að láta taka myndir af mér, er hætt að forðast myndavélina. Svo er ég að fara í partý næstu helgi (þ.e. helgina eftir páska) og hlakka þvílíkt til að dressa mig upp og gá hvort stelpurnar taki eftir einhverjum mun. Eina þeirra hef ég ekki hitt síðan um áramótin, ég ætla rétt að vona að hún taki eftir mun, hehehe. Annars fer ég nú bara í fýlu... nei nei ;)

Já og svo er ég ekkert smá ánægð með mig. Fékk kast hér í fyrrakvöld og tók til í íbúðinni LOKSINS. Ég var reyndar alla nóttina að því, en vá hvað það var þess virði. Það er ekkert smá yndislegt að hafa hreint og fínt í kringum sig. Nú verð ég þvílík gribba og garga á kallinn og börnin að ganga frá eftir sig. Nenni sko EKKI að fá þetta í sama farið aftur.

Jæja, best að fara að leita að Jóni Baldri.