föstudagur, október 15, 2004

Helgin

Jæja, tengdapabbi er búinn í þræðingunni, sem gekk bara mjög vel. Þetta var sem betur fer minna en læknarnir bjuggust við og kallinn er kominn aftur á spítalann á Akranesi. Hann átti jafnvel að fá að fara heim í dag, en við erum ekki búin að heyra hvort það hafi orðið eða ekki. Vonum það bara ;)

Annars var ég á næturvakt s.l. nótt og tek þrjár í viðbót í þessari törn. Vaktin í nótt var bara fín, mátulega mikið að gera. Vonandi verða hinar svona líka.

Elísa er að fara í skátaferðalag á morgun. Ég fór með henni áðan að versla nesti og regngalla sem hana vantaði. Þau gista í skátabústaðnum eina nótt og það verður örugglega svakalega mikið stuð hjá þeim ;) Jæja, ætli ég verði ekki að fara að pakka fyrir hana.

fimmtudagur, október 14, 2004

Það sem þetta net er stórkostlegt :D

Ég er bara svo alldeilis ótrúlega hissa og ánægð. Fékk kveðju í gestabókina á átaksblogginu mínu frá gamallri vinkonu... eða sko ungri auðvitað... sem ég hef ekki heyrt í í mörg ár bara held ég. Svo rambar hún á síðuna mína, alveg brilliant. Ég er svo óþolinmóð að heyra fleiri fréttir af henni að ég er búin að senda meil, fylla bloggið hennar af kommentum og þar að auki skrifa í gestabókina hennar. Ætla rétt að vona að hún hafi samband aftur, annars á ég eftir að leggja hana í einelti á blogginu hennar, hahaha. Æ hún er bara svo frábær, á ekki von á að hún hafi breyst neitt hvað það varðar :D

En leiðinlegu fréttirnar eru þær að tengdapabbi var lagður inn á spítala í gær með hjartavesen, líklega kransæðastíflu. Fór í einhverja rannsókn á sjúkrahúsinu á Akranesi í morgun og verður svo fluttur í bæðinn á morgun og fer þá í aðgerð... ætli það sé ekki hjartaþræðing. Held að þetta sé nú ekki neitt alveg svakalega alvarlegt, en nógu alvarlegt samt. Vona bara að þetta gangi allt rosalega vel hjá honum, mér þykir svo óskaplega vænt um þessa yndislegu tengdaforeldra mína. Þeir minna mig oft á foreldra mína... og það eitt ætti að nægja til að þið vitið hvað mér finnst þau frábær :D

sunnudagur, október 10, 2004

BÖRN!!!

Hvaðan fá þessi börn mín þessa þrjósku? Þau eru sko ekkert að fara að sofa. Hjalti liggur t.d. bara inni í rúmi með eitthvað dót og er að leika sér og syngja, sem er stór framför frá því fyrir 10 mínútum, því hann liggur allavegana í rúminu :S Reyndar held ég að Arna sé LOKSINS dottin út af, en hún er búin að vera blaðrandi eins og hún fái borgað fyrir það. Dah!