miðvikudagur, janúar 14, 2004

Jæja, þá á stóra skvísan mín afmæli. Það verður reyndar ekki haldið upp á það fyrr en um helgina. Svo styttist nú í afmælið hennar Örnu líka.

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Ó ég er alltaf jafn dugleg að blogga.

Ég var að smíða nýja síðu, kíkið endilega á hana: BARNAHORNIÐ

Svo á Elísa afmæli á morgun og verður 9 ára... vá... eru virkilega 9 ár síðan ég druslaðist upp á Landspítala og þrammaði þar upp og niður stigana og alla ranghala fram og til baka til að reyna að flýta fyrir fæðingunni? Svo endaði þetta bara allt saman í keisara þrátt fyrir allt.