fimmtudagur, október 07, 2004

Sitt lítið af hverju

Ég var að horfa á svo skemmtilega mynd, Lady Killers, hló vel að henni ;) Tom Hanks er alveg brilliant karakter þarna. Mæli með að þið sjáið hana ef þið eruð ekki búin að því.

Í gær var brjálað þrumuveður hér. Ég vaknaði upp klukkan hálffimm um morguninn við þvílíku lætin. Glæsilegir blossar og magnaðar drunur. Svo buldi rigningin á húsinu inn á milli og í eitt skiptið kom svakalegt haglél með risastórum höglum. Mér hefur alltaf fundist þrumuveður svo heillandi, finnst eitthvað stórkostlegt við það. Líklega bara lotning fyrir náttúrunni. En þrumuveður eru ekki bara skemmtileg svo sem. Fengum einmitt inn einn sjúkling á deildina þennan sama morgun, en þá hafði eldingu lostið niður í húsið hennar og kveikt í. Fyrir tilviljun hafði hún tekið gemsann sinn með sér inn í svefnherbergi til að nota sem vekjaraklukku, sem hún gerir annars ekki. Sem betur höðu krakkarnir hennar fengið að gista annars staðar þessa nótt, þar sem þau voru í haustfríi í skólanum. Þegar hún vaknaði var allt fullt af reyk og hún sá ekkert og gat ekki opnað hurðina fram, því þá fyllist bara allt af reyk. Fann sem betur fer gsm símann og gat hringt eftir aðstoð og henni var náð út. En hún er með einhverja reykeitrun og þarf að vera undir eftirliti á spítalanum í nokkra daga. Og ég er ekki að brjóta neinn trúnað með því að segja þetta hér, því það kom viðtal við hana í bæjarblaðinu í morgun þar sem hún sagði frá þessu öllu ;)

Allir eru sem betur fer orðnir nokkurn vegin frískir, smá hósti í einhverjum enn samt. Vonandi verður enginn veikur þessa helgi, 7-9-13 (fyrir Gabby).

Já og vitiði bara hvað. Ég er búin að endurheimta hann Jim e-mail vin minn. Ég var einhvernvegin svo viss um að e-mailið hans væri ekki lengur í notkun og að hann væri fluttur. Nema svo dettur mér í hug að prófa samt þetta gamla e-mail, og viti menn, hann svarar bara medesamme... og er enn með sama heimilisfangið líka. Svei mér þá. Ég hafði ekki heyrt í honum í 3 ár. En það var sko frábært að finna hann aftur :D

Þetta voru Noregsfréttirnar í dag ;)

mánudagur, október 04, 2004

En mamma...

Já, elstu dótturinni fannst sko móðir sín ekkert skemmtileg í dag. Stúlkan var búin að klæða sig og ætlaði sko bara að drífa sig á bókasafnið með vinkonu sinni (haustfrí í skólanum). En hún gleymdi bara alveg að hún var með 39 stiga hita í gær. Þannig að hún var sko ekki sátt við að mamman bannaði gönguferð á bókasafnið í grenjandi rigningu, hún væri sko HITALAUS. En mamman gaf sig ekki og hélt því blákalt fram að fyrst dóttirin hefði verið svona lasin kvöldið áður væri ekki tímabært að leggja í langferðir í leiðindaveðri.

Nú jæja, skvísan fékk þó leyfi til að skreppa til vinkonu sinnar, sem býr rétt hjá. Með því skilyrði að þær væru ekki úti að þvælast. Þar sem Elísa er náttúrulega ofurhetja, eins og svo margir aðrir á hennar aldri, ætlaði hún að sjálfsögðu út bara á flíspeysunni. Það heyrðist því mikið EN MAMMAAAAAAA þegar vonda móðirin heimtaði að hún færi í úlpu. En að lokum fannst úlpa og stelpugreyið slapp burt frá þessari leiðinlegu mömmu.

Nú ætlar leiðinlega mamman að eyða smá kvolití tæm með yngri dótturinnni, en sá kvolití tæm er þannig að mamman leggur sig í sófanum og dóttirin situr hjá henni og horfir á teiknimyndir. Mjög fínt fyrirkomulag og allir sáttir :Þ

Já, hún Karin vinkona er loksins búin að eiga. Það fæddist stór strákur klukkan hálfsjö í gærkvöldi, eftir 17 tíma puð. Hann var 16,5 merkur og 51 cm og er búinn að fá nafnið Sigurd ;) Hlakka til að sjá hann.

Ég meina það

Arna er aftur komin með hita og ég held bara svei mér þá að ég sé líka lasin. Er með nefrennsli og brjálaðan hnerra, illt í hausnum út frá nefinu og með svona hitafíling :( Hvað er að gerast???

sunnudagur, október 03, 2004

Síðasta vígið fallið

Elísa Auður er orðin veik. Þá eru allir í fjölskyldunni búnir að fá þessa pest :/