sunnudagur, desember 19, 2004

Elsku afi minn.

Elsku afi minn. Posted by Hello


Hann afi minn elskulegur dó á föstudaginn. Hann var orðinn mikið veikur en þurfti sem betur fer ekki að þjást lengi. Hann var líka með húmorinn sinn skemmtilega alveg þar til undir lokin, ótrúlegur alveg. Ég er ekki alveg búin að meðtaka þetta held ég, það er líka svo erfitt að vera hér langt í burtu í útlöndum. En ég og Elísa ætlum heim á annan í jólum og fara í jarðarförina. Mér finnst það bara svo nauðsynlegt að geta farið og kvatt hann á þann hátt, líka fyrir Elísu. En mikið var maður nú heppinn að eiga svona góðan og skemmtilegan afa, gott að eiga margar góðar minningar um hann ;)