fimmtudagur, mars 13, 2003

OMG hvað ég er þreytt í fótunum. Ég er sko búin að vera á non stop labbi í dag. Fyrst fór ég með börnin til dagmömmunnar í morgun (10 mín labb), labbaði svo í vinnuna (25 mín labb), labbaði svo í vinnunni (ógeðslega mikið labb) og það var svo mikið að gera að ég hafði varla tíma að setjast niður og fékk ekki einu sinni matartíma *grrrrr*. Síðan labbaði ég heim úr vinnunni og sótti börnin (25 mín labb) og labbaði með þau heim (10 mín labb). Svo fór ég með kallinum og öllum börnunum að versla. Tókum reyndar strætó niðri í bæ, en löbbuðum þangað (12 mín labb). Versluðum svo heilan helling og löbbuðum svo heim (45 mín labb) þar sem við nenntum ekki að bíða í 40 mín eftir strætó. Reyndar alveg í ÆÐISLEGA fallegu og góðu veðri sem gerði allt þetta vel þess virði. Stelpurnar sungu og léku á alls oddi og Hjalti var ekkert smá ánægður að skoða heiminn í vagninum sínum.

Þegar heim var komið tók við eldamennska og að reyna að hafa ofan af fyrir drulluþreyttum og grútsyfjuðum börnum. Allir fengu á endanum að borða og öll börnin eru núna komin í bólið. ÞVÍLÍK GLEÐI!!! Loksins komin ró og næði... en ég er samt að DREPAST úr þreytu í fótunum. Núna ætla ég að leggjast í latastrákinn minn, fara úr sokkunum setja skammelinn hátt upp, breiða á mig teppi, sitja og sötra tab og horfa á Indiana Jones and the temple of doom.

Hafið það gott yndin mín ;)

miðvikudagur, mars 12, 2003

Elísa á skírnarafmæli í dag. Hugsa sér að það séu komin heil átta ár síðan ég hélt á henni svona oggulítilli í fanginu, grenjaði úr mér augun þegar sönsgysturnar mínar sungu fallegu lögin í skírninni... og var svona 25 kílóum léttari *andvarp*. Merkilegt hvað þessi tími líður. Arna er orðin þriggja ára og Hjalti er nú bara að verða eins árs bráðum. Við skulum ekkert ræða hvað ég er orðin gömul.

Annars var yndislegt veður í dag, sól og blíða og 8 stiga hiti og svona ekta vorloft. Ég fór í labbitúr með krakkana og splæsti meira að segja í ís á liðið. Það er nú ekkert smá gaman að finna vorið koma, ég verð öll léttari í skapinu. Svo er líka orðið svo miklu bjartara á morgnana :D Gaman, gaman!!!

þriðjudagur, mars 11, 2003

Haldiði að ég hafi barasta ekki straujað áðan... STRAUJAÐ!!! ÉG!!! Jahérna! Nú verður mér hugsað til Tínu vinkonu minnar sem er straumeistari aldarinnar (bæði þessarar og hinnar fyrri). En ég sem sagt straujaði viskustykki, gasbleyjur og sængurver. Ég er nú bara enn í sjokki yfir sjálfri mér. Well, ég er þó ekki enn farin að strauja nærbuxur og boli. En svona til marks um það hvað straujárn hefur sjaldan verið notað á þessu heimili þá hafi 3ja ára dóttir mín ekki hugmynd um hvað ég væri að gera og hafði bara aldrei heyrt þessa sögn "að strauja" fyrr. Hún var nú eiginlega á því að ég hlyti að vera að spreyja... eða þá strauma, en á endanum held ég að hún hafi lært að ég var að STRAUJA. En ég fílaði mig sko eins og ekta húsmóður :D

Oh hann Hjalti. Hann á að sitja og borða brauð, nema hann bara mylur það niður og hendir því öllu beint á gólfið. Og ég sem ryksugaði í gær *andvarp* (er einhver sem virkilega ætlast til að maður ryksugi á hverjum degi?).

mánudagur, mars 10, 2003

Jæja, ég fór víst ekkert í vinnuna í dag. Arna Valdís hóstaði svo mikið í alla nótt og Hjalti Sævar gat varla andað fyrir nefstíflu, svo ég hafði ekki samvisku í mér að drösla þeim til dagmömmunnar. Þá verð ég bara að vera með samviskubit yfir að mæta ekki í vinnuna. Merkilegt hvað maður þarf alltaf að fá samviskubit yfir að mæta ekki í vinnuna vegna veikinda, eins og maður geti stjórnað þeim eitthvað. En jæja, ég tók smá til, er nú ekki nærri búin að taka allt í gegn, en stofugólfið er allavegana nokkuð hreint og hættulaust fyrir litlar tæturyksugur að skríða á. En vá, þvílíkt drasl sem var á því; kexmolar og mylsna, brauðklessur, cheerioshringir o.s.frv.

Kallinn er að fara á eitthvað lyftaranámskeið á eftir svo við ungarnir verðum bara ein í kotinu í kvöld. Hehehe, spáið hvernig maður hugsar. Kallin er ekki heima og þá erum við hin ein, þótt við séum fjögur og hann bara einn. En það getur líka verið ágætt... þegar börnin eru komin í bólið ;)

Annars er loks eitthvað sem minnir á vor. Hitinn fór upp í átta gráður í dag og það var sól, en smá rok reyndar. En snjórinn er að fara og það er svona smá vorlykt í loftinu. Nú bara trúi ég ekki öðru en að veturinn sé að verða búinn. Oh hvað ég hlakka til, það var svo yndislegt sumar hér síðasta sumar (eiginlega of heitt reyndar). Það er svo gaman að geta klætt börnin í alvöru sumarföt, leyfa Örnu að vera í sumarkjólum og berleggjaða í sandölum, Elísu í stuttbuxum og hlýrabol og Hjalta í léttum og sætum fötum :D

sunnudagur, mars 09, 2003

Jæja, þá er maður búinn að vera á næturvöktum þessa helgina, eina ferðina enn. Hjalti er nú meiri pjakkurinn, tvisvar búinn að sofna í fanginu á pabba sínum, en um leið og hann er lagður í rúmið þá rífur hann sig upp. Ég er viss um að hann er bara mömmusjúkur og ekkert til í að sofa bara þegar hann sér mömmu sína liggja þarna í rúminu. Svo ég gafst upp á að reyna að sofa. Ég er bara svo lurkum lamin, það var alveg brjálað að gera í nótt og ég hafði varla tíma til að setjast niður. En svona er þetta bara stundum.

Annars er íbúðin eins og eftir jarðskjálfta hér... ooooh ég hef ekki orku í að laga til. Kannski á morgun... eða hmmm... þá er ég að vinna til þrjú og verð örugglega ónýt eftir þann dag. Jæja, látum þriðjudaginn duga.