laugardagur, maí 29, 2004

Bleeeee!

Oh hvað ég er eitthvað andlaus í dag. Bara nenni engu, leiðist bara og dettur ekkert í hug að gera. Elísa hefur varla sést hér í dag, rétt kom inn áðan og rauk út aftur. Svo hangir maður bara inni með hina krakkana af því að maður nennir engu. En við fðrum nú í ferminguna hjá Irmu á morgun. Þau eiga heima í Moelv, hugsa að þetta sé svona 3-4 tíma keyrsla. Svo kom Karin vinkona með þá hugmynd að við myndum fara í bústað, sem þau eiga, um næstu helgi. Hann er stutt frá Fredrikstad, minnir að hann sé á Kjøkøy. Það væri nú gaman. Vona bara að þær mæðgur, Karin og Sunniva verði þá búnar að jafna sig af veikindunum. Blebb blebb, best að halda áfram að láta sér leiðast. Enginn á MSN, varla neitt í gangi á Barnalandi og stelpurnar í yahoogrúppunum mínum virðast bara allar hafa skroppið í sumarbústað um helgina.

föstudagur, maí 28, 2004

Nostalgía

Ég er í einhverju nostalgíukasti. Bjöggi var að skanna inn gamlar myndir, m.a. frá því að ég var ólétt af Elísu og af Elísu pínulítilli. Ji hvað ég man eftir hvað hún var ofboðslega fallegt ungabarn. Sjáið bara þetta bjútí:



Hér eru svo fleiri myndir frá þessu tímabili ef einhver vill skoða:

Elísa Auður beibí ;)



miðvikudagur, maí 26, 2004

Lælælæ!

Það styttist í ferminguna hennar Irmu, það er ekkert smá að gerast núna í maí. En það verður gaman að skreppa og heimsækja Inga og co, höfum bara aldrei komið til þeirra.

Það er stuð á Barnalandi núna sem svo oft áður, ýmis ágreiningsmál í gangi og Qmen enn sem áður í brennideplinum, þetta er nú alveg stórfurðuleg manneskja. Held að henni hljóti að leiðast voða mikið heima hjá sér.

En jæja, ég hef voða lítið að segja, ætla bara að skella mér í bað og skola af mér skítinn... og slappa af :D

þriðjudagur, maí 25, 2004

Svarti Pétur

Bara brjáluð rigning úti, jahérna hér. Og ég sem hélt að sumarblíðan væri komin aftur.

En annars eitt ferlega fyndið. Ég skrifaði innlegg á Barnaland í gær og sýndi þeim myndina af Hjalta þar sem hann er svona skítugur eftir torfæruna. Ein af þeim sem svaraði sagði að kallinn hennar hefði verið á kepnninni ásamt félögum sínum og hefðu vel munað eftir þessum litla púka... þeir kölluðu hann Svarta Pétur. LOL!!! Það nafn hæfði honum sko VEL eins og hann var þarna ;D

mánudagur, maí 24, 2004

Afmæli afmæli afmæli

Annar í afmæli

Eða kannski þriðji. En Hjalti fékk sko pakka í póstinum í dag. Einn frá ömmu og afa í Borgarnesi og einn (reyndar tvo) frá ömmu og afa í Kópavogi og einn frá Heiðu og Birni. Stelpurnar fengu líka sinn hvorn lítinn pakka frá ömmu og afa í Kópavogi. En Hjalti fékk svaka flotta lest með kalli í frá ömmu og afa í Borgarnesi, ásamt skemmtilegri bók. Svo frá ömmu og afa í Kópavogi fékk hann Bugga byggi dót ásamt sætum stuttermabol. Frá Heiðu og Birni fékk hann síðan bók um dýrin :D Svo fengu þau krakkarnir saman einhverja myndabók um risaeðlurnar, litabók og leikjabók, svona litlar ;) Elísa og Arna fengu líka stuttermaboli frá ömmu og afa í Kópavogi. Hjalti er svakalega ánægður með dótið sitt ;) Já og svo kom fullt af nammi með og harðifiskur, bæði frá ömmu og afa í Borgarnesi og í Kópavogi.

TORFÆRA

Jæja, við skelltum okkur sko á torfæru í gær. Lögðum af stað frá Fredrikstad svona um ellefu og vorum komin til Vormsund, þar sem torfæran var, um eittleytið. Frábært veður alveg, smá vindur inn á milli reyndar, en glampandi sól. Við byrjuðum á að labba niður í pitt og gá hvort við fyndum einhverja af þessum Íslendingum sem ég þekki. Rakst þar fyrst á Ellu, eða hún gargaði á mig ;) Svo fann ég Sigga og Sigfús, sem hefur nú AAAAAÐEINS stækkað frá því að ég sá hann síðast. Komst svo að því að gaurinn er að verða 17 ára... OMG sko, hann var bara kríli þegar ég var mest með Sigga og Erlu. Greinilega allt of langt síðan ég hef hitt þau. Stjáni kallinn hennar Ásdísar var þarna auðvitað líka, Guðni bróðir hans Sigga og fleira fólk. Erla var hins vegar einhversttaðar á vappi og ég fann hana ekki strax, en í pásunni þá hitti ég loks á hana :D Meiriháttar alveg að hitta þessar elskur aftur :D :D :D :D. Svo ætlaði ég að taka mynd af Hjalta í torfærubílnum hans Sigga, en litla skræfan harðneitaði þegar á hólminn var komið. Það var voða gaman að fylgjast með bílunum úr fjarlægð, en þeir voru allt of ógnvekjandi svona nálægt, hahaha. En Elísa var ekki lengi að vippa sér undir stýri, svo ég tók bara mynd af henni þar ;) Set þetta inn á barnalandssíðurnar þegar ég hef orku.

Það var svo hrikalega mikill sandur þarna og bílarnir náttúrulega spændu þetta upp. Sumar myndirnar sem ég tók af bílunum sýna enga bíla heldur bara sandský ;) En ég náði þessari af Sigga í síðustu þrautinni, rétt áður en hann KÚTVELTIST niður brekkuna, heh!



Já, sandurinn. Púff, þið hefðuð átt að sjá okkur, maður var orðin ein sandhrúga. En það var nú ekkert miðað við Örnu og Hjalta. Þau sátu nú bara, eða þá lágu og veltu sér í sandinum, grófu og léku sér, helltu sandi yfir hvort annað og voru bara búin að breytast í sandkarla. Hjalti var líka að smakka á sandinum og fannst hann bara góður held ég. Maður var hættur að sjá hinn rétta háralit á þeim, þau voru bara orðin svona skemmtilega sandgráhærð. Hjalti var þó heldur verri en Arna. Ef ég rótaði aðeins í hárinu á honum þá bara þyrlaðist upp sandský. Það hefði verið heppilegast að hengja þau upp á snúru og banka sandrykið úr þeim með teppabankara... en ég lét mér nægja að reyna að dusta af þeim þegar torfæran var búin. Svona leit nú sonurinn út eftir keppnina og Arna var lítið skárri.



Það þarf varla að segja frá því að liðið var sett í BAÐ þegar heim var komið, þrátt fyrir að klukkan væri að verða hálfellefu. Það var bara ekki hægt að setja þau í rúmið með allan þennan sand, híhí.

En þetta var svakalega skemmtilegur dagur og ekki síst vegna þess hvað það var gaman að hitta Sigga og Erlu og það lið aftur. Verst að það fór alveg framhjá mér í hvaða sæti Siggi lenti, held að hann hafi kannski lent í þriðja. Þessir Norðmenn eru alltaf svo seinir í öllu svo þeir eru ekki einu sinni komnir með úrslitin á netið. Við nefninlega fórum áður en úrslitin voru kunn, vorum með þrjú ansi þreytt börn ;) En Ásdís mín, ég treysti bara á að þú segir mér í hvaða sæti kappinn lenti, býst við að kallinn þinn viti það nú ;D