laugardagur, febrúar 21, 2004

Alltaf er ég jafn dugleg að skrifa. En nú eru allvegana stelpurnar báðar búnar að eiga afmæli, búnar að halda afmælisveislu og allt var svaka gaman.

Við Bjöggi erum að gæla við að fara í viku sumarfrí til DK í lok júlí og fljúga svo þaðan til Íslands og vera þar í þrjár vikur. Mikið svakalega væri það gaman.

Ég er enn að rembast við að losa mig við síðustu 10-15 kílóin sem ég ætlaði mér að gera. #%&&$$#/&%$&%#%$(/ jólakílóin sitja enn á mér og erfitt að losna við þau aftur... en þetta skal hafast. Væri ekki gaman að þykjast vera grönn einu sinni? Það hefst samt ekki með því að vera að stelast í snakk eins og ég gerði í gær (og smá í dag ). Jæja, það þýðir ekkert að gráta Björn bónda.