föstudagur, apríl 02, 2004

Svei mér þá... Trung datt út en ekki Sandra. En já það voru nú samt Sandra, Trung og Margaret sem lentu í sófanum, eins og ég bjóst við. En það sést nú best á þessu að margir eru greinilega ekki að kjósa eftir sönghæfileikum. En, æ, maður vissi það svo sem alveg. Ég reyndar spái Mariu sigri.

Jæja, þá eru allir keppendur búnir að syngja í Idol og við bíðum bara eftir niðurstöðum kosninanna, en það verðir sýnt frá því eftir kortér. Sandra söng bara virkilega illa í kvöld, ef hún dettur ekki út þá sést nú greinilega hvað þetta Idol er mikð bull. Hún er bara að fá einhver samúðaratkvæði af því að hún er svo ung og sæt, og vegna þess að margir rökkðu hana niður eftir að Ahn datt út. Meira að segja dómararnir þora ekki að segja neitt neikvætt við hana. Þeir bara brosa og eru bara með eitthvað "klapp á bakið litla sæta stelpa sem allir eru búnir að vera svo vondir við". En við sjáum nú hvað setur á eftir. Það verður spennandi að sjá hverjir lenda í sófanum. Hef grun um að það verði allavegana Sandra og Trung. Erfiðara að spá um þriðja aðilann. Gæti jafnvel orðið Margaret... þó hún sé nú eitt af mínum uppáhöldum. Maria sló gjörsamlega í gegn, söng I'm every woman, og maður fékk bara virkilega gæsahúð. Kjartan sjarmaði mig líka ;)

Það var påskefrokost á leikskólanum hennar Örnu í morgun. Við Bjöggi fengum sem sagt morgunmat með börnum, foreldrum og leikskólakennurum. Þetta var voða notalegt og gaman. Mér sýndist líka að Örnu þætti þetta afskaplega sniðugt að geta borðað morgunmat á LEIKSKÓLANUM með mömmu og pabba. Annars er ég að fara með Örnu og Elísu í klippingu á eftir, ekki veitir af að snyrta faxið á þeim smá ;)

Alltaf er sama stuðið á Dramalandi. Nú er manneskja sem kallar sig QMEN að gera allt vitlaust þar. Ein af þeim sem nýtur þess greinilega að droppa einhverjum sprengjum á umræðurnar og sjá viðbrögðin sem hún fær við þeim. Hún yrði eflaust svakalega stolt ef hún sæi að ég væri að skrifa um hana hér, haha. Og fólk þarf alltaf að gleypa við agninu og láta pirra sig, svara fullum hálsi og allt það, sem er auðvitað nákvæmlega það sem hún vill. Auðvitað væri langsniðugast að ignora hana bara, það myndi eflaust pirra hana langmest... ég stenst samt stundum ekki mátið sjálf og svara þessum umræðum, gegn betri vitund. En ég hef nú lúmskt gaman af smá heitum umræðum ;) Finnst hins vegar mjög leiðinlegt fólk sem er með pjúra dónaskap og niðurlægjandi komment til annarra bara til að búa til vesen, og telur það bara vera allt í lagi vegna þess að þetta er bara "þeirra skoðun" og þau eru bara svona "hreinskilin". Jeje!

Já og svo er Idol í kvöld, gaman gaman. Hver skyldi detta út núna? Vonandi Sandra.

miðvikudagur, mars 31, 2004

Það er GEGGJAÐ veður. 15 stiga hiti, sól og blíða. Fólk labbar bara úti á peysunni og einstaka harðjaxlar í stuttermabol ;) Elísa ofurkona er að sjálfsögðu úti í stuttermabol og stuttbuxum. Ég er bara í svakalega góðu skapi (þrátt fyrir að ég er ekki að koma mér af stað í mataræðisaðhaldinu). Nú er ég komin í fjögurra daga frí og ætla sko að nýta tímann (er ekki þunn núna ;) Hér verður sko íbúðin tekin í gegn á morgun á meðan börnin eru í leikskóla og skóla... hmm eða kannski maður skreppi fyrst yfir til Sverige að versla aðeins. Allavegana gera eitthvað af viti :D

Rosalega er veðrið farið að vera yndislegt, greinilega komið vor :D Hitinn fór alveg upp í 12 stig í dag og enn hlýrra í sólinni. Ekkert smá meiriháttar :D Er sko fyrir löngu orðin leið á vetrinum. Annars finnst mér árstíðaskiptin hér vera rosalega skörp. Fyrir nokkrum dögum var bara snjór og vetur og nú er komið svo fínt veður að það myndi næstum sæma sér sem ágætis sumardagur á Íslandi. Ég var á kvöldvakt í gær og í dag og fer á dagvakt á morgun, en svo er ég komin í 4 daga helgarfrí. Ætla sko að nýta tímann og gera fínt hér og snurfusa. Smá svona vorhreingerningu ;) Maður kemst í svoleiðis stuð þegar það er svona gott veður og bjart úti :D Já og hér er myndin af mér sem ég lofaði, með stutta hárið. Reyndar nýkomin af kvöldvakt þarna, pínu úldin og úfin, en samt ;)

sunnudagur, mars 28, 2004

Perrasíðan er farin niður. Ætli maðurinn sem setti hana upp hafi ekki orðið hræddur við ákæru. En við ætlum ekkert að láta hér við sitja heldur fara með þetta lengra og athuga hvort það sé ekki samt hægt að kæra. Það er til afrit af þessari síðu og ég á fastlega von á að þeir sem vistuðu síðuna eigi backup af öllu draslinu. Kemur betur í ljós á morgun hvernig við snúum okkur í þessu máli.

En hún dóttir mín er farin að blogga, híhí. Ætli þetta sé ekki merki um að hún sé að verða unglingur? Síðan hennar er hér:

http://www.folk.is/lisaha

Endilega kíkið á hana og kommentið smá og skrifið í gestabókina, henni finnst það svo gaman ;)