mánudagur, janúar 17, 2005

10 ára gella

Já svei mér þá. Hún Elísa Auður varð 10 ára s.l. föstudag (14. janúar). Hugsa sér að það séu 10 ár síðan hún fæddist, þetta er ótrúlegt. Það er bara alls ekkert langt síðan ég fékk þessa litlu skvísu í fangið fyrst, ekkert langt síðan ég var að labba með hana í kerru niður á tjörn að gefa öndunum brauð, örstutt síðan hún lærði að hjóla án hjálpardekkja, bara nokkrar sekúndur síðan hún byrjaði í skóla... jahérna hér. Svo er þetta bara að verða unglingur, híhí, eða svona næstum því. Já, ég á stóra og myndarlega stelpu, þarf bráðum að fara að fá mér haglara til að reka óþekka stráka í burtu frá henni :Þ