laugardagur, október 23, 2004

Smá blaður bara

Horfðum á þrusugóða mynd í gær, Gothica. Ég hef voða gaman af svona yfirnáttúrulegum myndum sem kunna að halda sér innan markanna og ekki verða of klikk ;) Mjög spennandi.

Annars er svo sem ekkert nýtt að frétta. Allir eru frískir og hafa það gott. Undur og stórmerki reyndar að Hjalti sofnaði án vesens, ótrúlegt bara. Elísa og Arna eru inni í herberginu hennar Elísu að horfa á "bíó". Þær gera þetta stundum að kúra sig svona saman á föstudags- eða laugardagskvöldi og horfa á einhverja skemmtilega mynd inni hjá Elísu með popp og kók ;)

Ég er alltaf á mínu megrunarfæði og gengur bara mjög vel. Satt að segja hef ég ekki verið jafnlétt og ég er núna síðan 1995 þegar ég var nýbúin að eiga Elísu. Öfugt við hinar meðgöngurnar grenntist ég nefninlega þegar ég var ólétt af Elísu (þyngdist svo á brjóstagjöfinni, en það er önnur saga) Ekki er ég nú orðin grönn samt, en þetta er góð tilfinning ;) Styttist óðum í kjörþyngd.

Jæja, ætla að fá mér smá sykurlaust nammi og glápa á "Return of the mummie" sem verið er að sýna í sjónvarpinu.

miðvikudagur, október 20, 2004

Farðu að sofa!!!

Þetta er eitt mesta skammaryrði sem sonur minn getur notað. Ef hann er reiður við mig þá rekur hann puttann framan í mig , horfir á mig grimmum augum og segir reiðilega: FARÐU AÐ SOFA!!! Hmm, hvers vegna skyldi það vera?