laugardagur, september 18, 2004

Troy

Var að horfa á þessa mynd í gær. Ekki ligg ég nú slefandi yfir Brad Pitt, fannst Hector bara miklu meiri töffari sko. Hann var líka svo góður ;) En já ágætis ræma, en ekki það stórvirki sem ég átti von á.

fimmtudagur, september 16, 2004

Sumt fólk sko

Ætla að segja ykkur frá smá atviki í vinnunni. Það er einn gaur sem vinnur við að taka tölvusneiðmyndir (CT) af sjúklingunum sem þess þurfa. Það er sem sagt yfirleitt hann sem hringir upp á deild til okkar og lætur vita hvenær sjúklingurinn eigi að mæta niður til þeirra á CT-labbanum, hvort hann þurfi að vera með innsetta nál, hvort hann eigi að vera fastandi o.s.frv. Nema að þessi gaur getur bara verið svo ótrúlega dónalegur og leiðinlegur og það veit sko örugglega hver einasta hjúkka og sjúkraliði á deildinni minni hvernig þessi maður getur verið. Sem sagt alræmdur.

En allavegana þá hringir hann í dag út af einum sjúklingnum mínum og lætur vita um tíma sem hann á að vera mættur á, og að hann eigi að vera með græna nál í vinstri handlegg. Græn nál er sem sagt stærsta nálin sem við notum á deildinni, gróf og löng og ekkert auðvelt að setja hana upp hjá sumum. En þeir á CT vilja græna nál, þar sem þá er hægt að setja auðveldlega töluvert magn af vökva inni í æðina á skömmum tíma. Þetta er yfirleitt sett upp vegna skuggaefnis. Ég reyndar talaði ekki við gaurinn í símanum þá, en fékk bara þessi skilaboð.

Allt í lagi með það, nema að þegar ég fæ skilaboðin er ég einmitt að fara morgunsjúklingarúntinn með lækninum, auk þess sem sjúklingurinn var akkurat þá á leiðinni í aðra rannsókn. Þannig að ekki hafði ég tíma til að setja upp nál þá. Gott og vel. Sjúklingurinn kemur svo upp aftur eftir rannsóknina og þá var stutt í hina svo ég fer og næ í nálabakkann. Þá þurfti karlgreyið akkurat að fara á klósettið og ekki ætlaði ég að banna honum að míga. Jæja, síðan er hann loks búinn og ég fer að skoða æðarnar á honum... sem voru nú bara engar. Auk þess mátti ég ekkert stinga í vinstri handlegginn, þar sem hann var stokkbólginn. Maðurinn var þegar kominn með bleika nál, sem er minni en þessi græna, í hægri handarbakið, og ég ákvað að vera ekkert að hrófla við henni ef ég kæmi nú ekki upp þessari grænu. En allavegana, ekki æð að sjá, svo ég sting í olnbogabótina og hitti vel á æðina þar, nema að ég bara kom síðan ekki helvítis nálinni lengra inn, bara allt stopp. Þegar þarna var komið voru 10 mín þar til maðurinn átti að vera mættur, svo ég ákvað bara að hætta þessu veseni og láta þessa bleiku nál duga. Hringi bara á aðstoðarmanninn sem keyrir sjúklingana í rannsóknir og hringi svo niður á CT til að láta gaurinn vita að maðurinn komi niður með bleika nál, í HÆGRI handlegg, auk þess sem ég ætlaði að spyrja hann hvort ég þyrfti að senda með skýrsluna hans.

Díses kræst sko, fyrst varð gaurinn ógeðslega fúll yfir að sjúklingurinn væri ekki þegar á leiðinni niður (enda er hann þekktur fyrir að skammast og rífast ef sjúklarnir eru ekki komnir á mínútunni) og svo bara trompaðist hann um leið og ég sagði bleik nál. Hlustaði bara ekkert á það sem ég var að reyna að segja og tuðaði bara og röflaði um hvað þetta væri ógeðslega lélegt og lélegt, og þetta væri sko verulega lélegt og blablabla.... og SKELLTI SVO Á MIG áður en ég fékk sagt það sem ég ætlaði að segja. Ég bara vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Var þarna að reyna að komast að að segja frá bólgna handleggnum, byrjuð á setningunni, þegar mannfýlan gerir þetta.

Ég get svo svarið það, ég hef barasta aldrei orðið svona reið yfir nokkru í vinnunni. Ég gjörsamlega varð rauð af reiði, er sko ekki að ýkja því ég hreinlega roðnaði og var næstum farin að grenja bara af reiði. Hinar stelpurnar bara göptu þegar ég sagði að karlfjandinn hefði hreinlega skellt á mig án þess að ég fengið sagt það sem ég þurfti að segja.

Og já, ég varð svo reið, að ég stunsaði niður á CT-labbann, heimtaði að fá að tala við manninn sem ég hefði talað við í símanum, og sagði honum svo hreint út að þetta hefði mér nú fundist argasti dónaskapur og ég væri sko öskureið yfir þessari framkomu. Ég hefði einfaldlega ekki komið upp grænni nál og það væri bara algjör óþarfi að láta svona, og svo voga sér að skella svo bara á mann án þess að maður fengi sagt það sem maður þyrfti að segja. Hann varð nú alveg eins og smér og baðst afsökunar og afsakaði sig með því að hann hefði þurft að fara að sinna annarri rannsókn. Tók í hendina á mér og brosti sínu blíðasta og sagði svo að það var gott að ég kom niður og talaði við hann fyrst ég var ekki sátt. Hah! Hann vissi sko þokkalega upp á sig sökina þegar ég kom þarna strunsandi inn alveg öskuill. Hehehe, get svo sem ekki annað en hlegið að þessu núna. Stelpurnar á deildinni minni voru mjög ánægðar með að loks hefði einhver sagt honum til syndanna. Spurning hvort hann verður með svona dónaskap aftur næst þegar hann hringir.

Sko, ég get alveg vel skilið að það sé mikil pressa á starfsfólkið þarna niðri á CT og að þeir þurfi helst að halda strangri tímaáætlun til að geta tekið allar myndir sem þarf að taka. En þessi maður verður bara að skilja að það er líka mikil pressa á okkur á deildunum og við erum líka í tímapressu með að klára allt sem við þurfum að gera. Og svo er líka nóg að gera hjá aðstoðarliðinu sem fer með sjúklingana í og úr rannsóknir. Palli er nefnilega ekkert einn í heiminum á þessum sjúkrahúsum.

Jæja, þetta var púst dagsins. Verð nú að segja að mér leið mjög vel með sjálfa mig eftir að hafa sagt það sem mér í brjósti bjó við þennan CT kall. Hefur sko lengi langað til þess!!!

miðvikudagur, september 15, 2004

Jibbí skibbí, tjohei!!!

Fékk fína launahækkun í dag :D Vonandi týnist þetta nú ekki allt í skattinum ;)

Og annað; draslið undir borðstofuborðinu mínu er horfið. Ég gæti sko boðið gestum hér inn núna með góðri samvisku :D

þriðjudagur, september 14, 2004

Mömmumont



Hér eru nú sætustu börn í heimi :D Posted by Hello

mánudagur, september 13, 2004

Undur og stórmerki

Borðstofuborðið mitt er að koma í ljós undan draslinu :D

sunnudagur, september 12, 2004

Gömlu góðu dagarnir

Ooooh, ég þoli ekki raunveruleikaþætti. Er komin með algjört ógeð á þeim. Nú er nýbyrjað hér Norska Bachelorette og Norska Hommasveitin og bráðum byrjar Fitubolluhólminn, sem gengur út á að fylgjast með einhverjum yfirvigtareinstaklingum í átaki og hvort þeir falli nú ekki fyrir freistingunum sem lagðar eru fyrir þá. Svo er verið að sýna ameríska Dvergabachelorinn, Pabbabachelorinn, the Apprentice og ég veit ekki hvað og hvað og hvað... *gubb*. Mig alveg dauðlangar bara að fá almennilegar, gamlar og góðar, dramatískar og spennandi seríur á skjáinn. Svona eins og Roots, Thornbirds, All the rivers run o.s.frv. Mikið væri ég til í að kúra í sófanum í kvöld og horfa á einn af þessum þáttum og hlakka til að sjá næsta. Díses sko, ég held ég fari bara á stúfana og reyni að finna þessa þætti á DVD til að kaupa.

Drusludagur

Jámm, það er hálfgerður drusludagur í dag. Hjalti lasinn, Arna með smá hita og Bjöggi líka, ég vaknaði með dúndrandi hausverk svo það er bara Elísa sem er fullfrísk. Arna og Bjöggi eru svo sem eiginlega alveg hitalaus núna og hausverkurinn minn er farinn, svo þetta er allt að koma. Heimilið er sem betur fer ekki allt í drasli :D