laugardagur, mars 01, 2003

Vei, mér tókst að setja inn gestabók og e-mail. Rosalega er ég að verða klár, haha :þ. Svo held ég svei mér þá að mér hafi tekist að setja inn kommentakerfi, jíha!!!! Síðan setti ég inn voða sæta veðurstelpu sem sýnir okkur hvernig veðrið er hér í nágrenni Fredrikstad í Norge (og að sjálfsögðu er hún rauðhærð).

Góðan daginn!

Hér er klukkan núna kortér yfir tíu og ég er búin að vera vakandi síðan klukkan sjö þegar Hjalti Sævar vaknaði. En reyndar fór ekki ekki fram úr fyrr en um hálfníu og þá beið mín nú alldeilis óvænt ánægja, því stelpurnar voru búnar að taka til í stofunni. Ekkert smá gaman að koma fram og allt er bara voða fínt. Annars er Elísa núna inni í herbergi í tölvuleik, Arna situr hér á stofugólfinu og er að kubba og skipaði mér örvæntingarfull að fjarlægja Hjalta svo hann væri nú ekki alltaf að rífa af henni kubbana og skemma fínu húsin sem hún er að byggja. Þannig að núna situr Hjalti í ferðarúminu sínu, sem er alveg ágætis leikgrind, og er reyndar sjálfur að dunda með einhverja kubba. Þetta eru nú alldeilis sæt og góð börn sem ég á. Kallinn steinsefur inni í rúmi. Ég ætla bara að reyna að leggja mig þegar hann vaknar, eða ef Hjalti sofnar. Svo er ég að fara á kvöldvakt á eftir, þarf að mæta klukkan hálfþrjú. Ég er nú eiginlega frekar sybbin, en vonandi næ ég smá kríu á eftir.

Annars er ég með bólu í eyranu, mikið hrikalega er þetta óþægilegur staður *grrr*

miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Hæhæ, þá er næturvöktunum lokið í bili. Er búin að eyða nokkrum klukkutímum í að skoða og svara póstinum mínum, og eyða ágætis orku í að rífast um Kárahnjúkavirkjun á einum póstlistanum mínum ;) Er mikið á móti henni nebbla. En annars er bara allt ágætt að frétta af mér. Mér tókst að gefa börnunum að borða á milli pósta og stelpurnar sitja núna og horfa á barnatímann. Hjalti situr hér á bak við mig og nagar ristað brauð... eða nei, hann er víst búinn að henda því í gólfið. En hann er að skoða eitthvað dót ;)

En mig langar svo að prófa að setja inn mynd.


Vei, sko mig :Dsunnudagur, febrúar 23, 2003

Jæja, þá er ég komin heim úr vinnunni, er nú soldið sybbin en samt sest við tölvuna haha. Ég þarf nú endilega að læra meira á þetta blog.

Andskotans drasl, þessi hæperlinkur virkar ekki rassgat. Þið verðið bara að skrifa þetta manually: http://pires.blogspot.com

Hmm, ég ætti kannski að venja mig á að skrifa lengri pósta?

Veiiiiii, gat breytt klukkunni. Gvöð hvað ég er klár verð ég nú að segja. Þá er spurning hvort ég læri á hitt sem hægt er að gera. Díses kræst, vitiði hvað ég sé núna? Það er BOLD takki þarna uppi á stikunni... og ég sem var að gera voða flott < b > og reyna að vera svaka HTML-leg. Iss piss!!!

Hey, annars er hún vinkona mín líka að blogga. Við erum álíka klárar í þessu, hahaha. Síðan hennar er hér (ætli hæperlinkurinn virki?):

Nehei, leturgerðin og liturinn vilja ekkert vera með þarna. Svo held ég líka að þessi klukka sé alveg kúkú. Hvernig ætli maður geti breytt henni? Nú fer ég og skoða SETTINGS.

Eigum við að prófa smá HTML? NÚ SKULUM VIÐ SKRIFA MEÐ FEITABOLLUSTÖFUM og prófa hvort það komi öðruvísi letur og athuga hvort við fáum annan lit á þetta .

Ég er ekki að fatta hvernig þetta virkar :/

Jæja, þá er maður kominn af stað með nýjasta æðið eins og allir hinir. Lælælæ, þetta verður nú örugglega eitthvað bull, en hvað með það. Ætli einhver nenni að lesa þetta nema ég?