miðvikudagur, apríl 02, 2003

Jæja, mér leiðist í kvöld svo þetta verður kannanakvöldið ógurlega:

Cheerful
You're the cheerful smile,the one that's truly
happy with almost everything you do and would
never change your life.


What Kind of Smile are You?
brought to you by Quizilla


What Flavour Are You? I am Vanilla Flavoured.I am Vanilla Flavoured.


I am one of the most popular flavours in the world. Subtle and smooth, I go reasonably with anyone, and rarely do anything to offend. I can be expected to be blending in in society. What Flavour Are You?


Og þessi er nú best sko:

nerdslut
Nerdslut


What's your sexual appeal?
brought to you by Quizilla

mánudagur, mars 31, 2003

Hey, fór og tók kaffiprófið sem Silla benti á á síðunni sinni. Ég er semsagt með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Ég er vandvirk og samviskusöm en læt það þó stundum eftir mér að fresta verkefnum til morguns. Ég er á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái mér á nokkurn hátt.

Ég er 30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?


Mikið rosalega er hægt að vera þreyttur og búinn á því. Ég var á ráðstefnu um helgina, föstudagur til laugardags, og það var alveg rosalega gaman, áhugavert, spennandi og skemmtilegt. Það var djamm á föstudagskvöldið og svo fór maður á fætur eldsnemma á laugardeginum. Það voru sko engir dauðir punktar á þessari ráðstefnu og enginn tími til að leggja sig eða gera bara ekki neitt. Nú svo kom ég heim á laugardeginum, þar sem þrjú mömmulaus börn tóku á móti mér og þurftu sitt. Á sunnudeginum mætti ég í vinnu kl 14:30 og var að vinna til næstum 23 og í dag dröslaðist ég með þessi tvö yngstu til dagmömmu, fór svo heim og steinrotaðist í sófanum og svaf í fimm klukkutíma. Tók varla eftir þegar Elísa kom heim úr skólanum.

Svo er nú annað sem ég er að velta fyrir mér. Hvernig er þetta eiginlega með karlmenn og þvott? Hafa þeir enga tilfinningu fyrir honum? Minn elskulegi eiginmaður hengdi vissulega upp þvottinn að minni beiðni á sunndeginum á meðan ég fór að vinna, en dettur karlmönnum ekkert í hug að slétta aðeins úr fötunum áður en hann er hengdur upp, eða reyna að setja þvottinn þannig á snúrurnar að hann þorni ekki allur í krumpi? Ég bara skil þetta ekki. En ówell, upp fór hann og er þornaður núna. Er þetta kannski bara meyjusmámunasemin í mér? (Afhverju fékk ég ekki tuskugen?).