föstudagur, júlí 23, 2004

Bara tveir dagar í að við leggjum af stað :D

Síðasti vinnudagurinn á morgun, JÍHA!!! Við erum alveg að vera búin að laga til í íbúðinni og ætli við notum ekki morgundaginn og annað kvöld til að pakka. Ji, þetta er bara alveg að bresta á :D Það er svo mikill spenningur í mér, hahaha, man ekki eftir að hafa verið svona spennt síðan ég var 9 ára og var að flytja til Svíþjóðar, híhí.

Jæja, ætla að brjóta saman smá þvott :D Það er engin þvottahrúga sem bíður mín, bara smá haugur sem ég var að taka af snúrunni og úr þurkaranum.

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Mikið er ég ánægð :D

Mér var boðið að sleppa við næturvaktirnar um helgina. Í staðin fyrir aðra þeirra þá færist ég yfir á dagvakt á laugardeginum, og hina fæ ég að geyma bara þar til seinna þegar þörf er á :D Ég er sko ferlega fegin. Þá hef ég miklu betri tíma til að undirbúa ferðalagið og þarf ekki að vera grútsyfjuð á sunnudeginum þegar við stefnum á að leggja af stað.

Morgundagurinn fer í að laga til hér heima (já, er ekki enn búin) og svo skipuleggja hvað þarf að taka með og vonandi pakka einhverju. Jiiii, hvað það er stutt í þetta. Mér finnst þetta líka bara svo gaman því ég hef eiginlega aldrei farið neitt sérstakt í sumarfríinu :D

sunnudagur, júlí 18, 2004

Humm já!

Ekki náði ég að taka allt til í nótt, gafst upp klukkan þrjú og fór bara að sofa. Það er alveg nóg eftir. En Elísa og Renate vinkona hennar eru farnar úr með Örnu og Hjalta svo ég þarf bara að setja í spíttgírinn og halda áfram. Ætla að klára að brjóta saman þvottinn fyrst, þetta er nú eilífðarverkefni, það bætist bara alltaf við. En svo ætla ég að taka herbergi barnanna í gegn, þá losnar sko hellings drasl úr stofunni, hehe. Jæja, best að drífa sig svo ég þurfi ekki að eyða öllum deginum í þetta. Langar að slappa af í kvöld.