mánudagur, apríl 21, 2003

Þetta hér fyrir neðan er það sem gerist þegar 11 mánaða pjakkar komast óáreittir í tölvuna. Innlegg frá Hjalta tölvufiktara.



,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

























































































































































301666666666666666,03










,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

sunnudagur, apríl 20, 2003

Í dag er páskadagur. Gleðilega páska! Og þá er að muna afhverju við höldum páska. Þetta er víst ein elsta hátíðin í kristinni trú og verið er að fagna upprisu Krists frá dauðum. Á föstudeginum langa var Jesú náttúrulega krossfestur og tveimur dögum síðar reis hann upp frá dauðum. Síðan á uppstigningardag þá steig Jesú upp til himna. Svona var nú það.

En ég er reyndar enn að spá í páskaeggin. Munið þið ekki hvað súkkulaðipáskaeggin voru með þykkt og gott súkkulaði þegar maður var lítill? Ég man eftir hvað eggin voru þykk og girnileg og botnin var sko það allra besta, en hann var eiginlega bara svona súkkulaðihnullungur. Ég geymdi alltaf botnin og reyndi að treina hann sem lengst. Svo á samskeitunum var búið að skreyta með súkkulaði til að fela þau, og þá var eggið náttúrulega extra þykkt þar. Eins man ég að ég nagaði alltaf gat á eggið til að opna það, alltaf á þeim stað þar sem unginn var festur. Síðan var allt nammið út um allt í belg og biðu og manni fannst maður eiga ÓGEÐSLEGA mikið. Páskaeggin í dag eru nú bara frat miðað við þetta. Í fyrsta lagi eru þau orðin miklu þynnri og botnin er sko ekki lengur þessi yndislegi hnausþykki klumpur. Nú er þetta bara þunnt súkkulaði og ég verð alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðuim með hann. Eins eru bara engin samskeiti lengur, svo þykka súkkulaðið þar er farið. Í stað þess að rembast við að naga gat á eggið þá er bara komið lok og það er ekkert sport lengur að opna eggið. Síðan er allt nammið snyrtilega aðskilt í pokum og mér finnst það bara ekkert jafn spennandi eins og þegar það var allt blandað saman í kaos. En málshátturinn er þó enn á sínum stað, enda er það nú bara algjört möst. Við erum ekki búin að fá neinn málshátt þessa páska, og manni finnst það eiginlega frekar skrýtið. En kannski birtist eitthvað íslenskt eggjadót á þriðjudaginn :D