laugardagur, maí 15, 2004

Myndir frá deginum :D

Jæja, klukkan er orðin hálffimm og við erum búin að afreka ýmislegt. Elísa Auður var svo yndisleg að sinna aðeins litlu systkinum sínum í morgun, þannig að við Bjöggi gátum sofið til hálftíu. Þá drusluðumst við á lappir og klæddum liðið. Ég fór svo með Elísu í Torvbyen og keypti handa henni nýja skólatösku, eða bara bakboka, þar sem hin taskan hennar eyðilagðist. Svo keypti ég sokkabuxur handa Örnu Valdísi skvísu ;)

Síðan drifum við okkur í tívolí rétt eftir hádegi, það var sko svakalega gaman. Veðrið var alveg rosa gott, reyndar ekki yfir 20 stig eins og var um daginn, en hugsa að það hafi nú alveg slefað upp í 20 stigin í skugganum, og það var rosa hlýtt í sólinni ;) Arna og Elísa voru sko alveg ólmar að fara í tækin, Elísa töluvert hugaðri en síðast þegar við fórum í tívolí, hehe. Hjalta Sævari leist hins vegar ekkert vel á þetta allt saman til að byrja með. Hristi bara hausinn og sagði nei ef honum var boðið að fara í einhver tæki. En svo fór Bjöggi með hann í eitthvert barnatækið og það var nú voða gaman. Svo fór hann með okkur öllum í parísarhjólið og það var líka allt í lagi. Honum fannst alveg svakalega spennandi að horfa á stelpurnar í klessubílunum, en harðneitaði að setjast upp í þá sjálfur, litla skræfan. En svo óx nú töggurinn í honum eftir sem hann horfði á stelpurnar þora í hvert tækið af fætur öðru. Það kom svo að því að hann bað eiginlega sjálfur um að fá að fara í eitt tækið, reyndar lítið barnatæki ;) og það fannst honum svaka gaman. Svo fór hann í hoppukastala með Örnu og eftir það var hann orðinn svo borubrattur að hann heimtaði að fá að fara í klessubílana. Þar sat hann alsæll og stoltur við hlið föður síns og stýrði bílnum af mikill snilld (með smá hjálp ;)

Arna Valdís fór nú mest í litlu tækin, en hún þorði samt að fara í kolkrabbann með mér og Elísu Auði, og var bara algjör hetja þó svo hún yrði pínu hrædd þegar hann fór hátt upp. Elísa var nú eiginlega til í að fara í allt ;) Þeim fannst öllum leiðinlegt að þurfa að fara heim, en samt svaka ánægð með þetta allt saman.

Við fórum svo og fengum okkur pylsu og kók, verlsuðum svo smá og síðan komu allir heim og fengu sér ís. Hjalti Sævar hetja gafst upp í sófanum, enda komið langt fram yfir miðdegislúr, og steinsofnaði... ísinn lenti í sófanum ;)

Síðan er nammi með Eurovision í kvöld :D

Bráðum er þjóðhátíðardagur Norðmanna og allir eru að undirbúa sig fyrir 17. maí. Þetta eru mikil hátíðarhöld, rétt eins og þjóðhátíðardagurinn heima. Hér tíðkast það reyndar að bara skólabörnin ganga í skrúðgöngu (ásamt nokkrum fullorðnum sem svona eru eftirlitsmenn), en aðrir horfa á. Elísa verður sem sagt með í skrúðgöngu. Reyndar þá verður smá skrúðganga á leikskólanum hjá litlu krökkunum líka, við eigum að mæta um níu um morguninn og svo ganga þau smá hring, svona til að leyfa þeim að vera með. En aðalskrúðgangan sem gengin er niðri í bæ, þar eru bara skólakrakkarnir sem taka þátt í henni. Svo verða einhver skemmtiatriði og uppákomur eftir skrúðgönguna sem skólarnirskipuleggja. T.d. mæta krakkarnir í skólanum hennar Elísu á skólalóðinni þeirra eftir skrúðgönguna. Það er líka eitthvað svona á leikskóla krakkanna, veit ekki alveg á hvorum staðnum við verðum. Reikna eiginlega með að Elísa fari bara sjálf á sína skólalóð og verði með krökkunum úr bekknum og ætli við hin kíkjum ekki aðeins upp á leikskóla hjá litlu krökkunum. Svo þarf ég eflaust að leggja mig því ég er á næturvakt aðfaranótt 17. maí. Ég veit reyndar ekki hvort það eru einhverjar uppákomur um kvöldið, svona eins og hljómsveitirnar niðri í bæ í reykjavik á 17. júni. En það er tívolí í bænum sem er opið langt fram á kvöldin dagana 14-18 maí. Við ætlum reyndar að skreppa í það á eftir og horfa svo á Eurovision í rólegheitum í kvöld ;)

föstudagur, maí 14, 2004

Bömmer, Margaret vann ekki. Það er svo sem týpískt, allar smástelpurnar kjósa sæta strákinn, en strákunum er skítsama og nenna ekki að kjósa. Stelpur eiga stundum voða erfitt með að kjósa stelpur, stundum er einhver árátta í þeim að finna bara eitthvað að og setja út á hjá þeim sem eru góðar. T.d þegar Maria datt út, þá voru þó nokkrar á spjallborðunum sem fannst þetta bara gott á hana því hún væri svo montin. Þekkja hana auðvitað ekki neitt en bara af því að hún er svona góð og stóð sig svona rosa vel, þá reikna þær með að hún sé montin. Svona er þetta bara. Það hefur sýnt sig að það eru oftar strákar sem vinna svona keppnir.

Jamm, ég er ekki alveg sátt við þessi úrslit.

Jæja, ég er ekki svona óhress eins og í gær ;) Svaf vel í dag, fékk útborgað og keypti föt á krakkana, sem eru gjörsamlega að vaxa upp úr ÖLLU. Ótrúlegt alveg, þau virðast bara öll hafa tekið einhvern vaxtarkipp nýlega. Ég varð t.d. að kaupa föt í stærð 140 á Elísu, stóra stelpa sko. Svo slítur hún öllum fötum svo fljótt, hún er náttúrulega alltaf úti að leika. Held að hún eigi núna þrennar buxur sem eru ekki með götum og einar þeirra var ég bara að kaupa áðan. Allar gallabuxurnar hennar eru komnar með gat einhversstaðar. Ég meina það sko. Þyrfti bara að kaupa leðurgalla á hana ef þetta ætti að endast eitthvað :ÞÞþþþþþÞ kannski svolítið heitt í sumarhitanum ;) Arna þarf helst að fá stærð 116, fer samt svolítið eftir fötunum. Sumarkjóllinn sem ég keypti um daginn var reyndar í 110, en ég vildi líka fá kjól sem smellpassaði í sumar ;) Síðan keypti ég í stærð 98 á Hjalta. Hugsa svo sem að hann geti alveg notað 92, en til að fötin dugi aðeins lengur þá keypti ég í 98.

Annars var Idol áðan, Kjartan og Margaret keppa til úrslita. Þau stóðu sig bæði rosalega vel, Margaret var kannski aðeins að klikka í miðlaginu, en hún söng bara hin tvö svo rosalega vel að henni er alveg fyrirgefið þetta. Enda mjög erfitt lag í flutningi. Kjartan var mjög góður í fyrstu tveimur, svo sem líka í því síðasta, bara kannski vantaði smá kraft. Í heildina er ég hrifnari af Margaret, mér finnst hún vera með meiri gæði í röddinni og kunna að stjórna henni skemmtilegar; getur sungið veikt þegar á við og sterkt þegar á við, þannig að lögin verða svona dýpri og áhrifameiri hjá henni. Jæja það kemur í ljós á eftir hvort þeirra vinnur, úrslitin eru sem sagt ekki enn ljós.

En nú ætla ég að fá mér kolvetnissnautt súkkulaði og hafa það næs ;)

fimmtudagur, maí 13, 2004

Þreytt - pirruð - svöng - garg!!!

miðvikudagur, maí 12, 2004

Jæja, við Bjöggi vorum í foreldraviðtali hjá leikskjólastjóranum hennar Örnu. Ekki veit ég hvort þetta er standard á leikskólunum hér, eða hvort þessi leikskólastjóri sé bara svona frábær, en allavegana fengum við alveg svaka flott þroskamat á Örnu og hún virðist bara vera næstum fullkominn krakki :D Er vel á undan í þroska á flestum sviðum. getið lesið aðeins meira um þetta hér. Auðvitað á ég svo til fullkomið barn, haha.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Var á næturvakt í nótt og svo þurfti ég að fara með Örnu í 4 ára skoðun klukkan hálfellefu í morgun. Auðvitað hefði ég alveg getað látið Bjögga fara bara með hana, en mig langaði að fara sjálf ;) Ég lagði mig bara til tíu og fór svo með skvísuna og lagði mig svo aftur. En annars var þetta nú meiri prumpskoðunin, allavegana miðað við hversu ítarlegar og góðar skoðanirnar og barnaeftirlitið er á Íslandi. Það var mæld hæð og þyngd (í öllum fötunum - hu?) og svo var sjónin athuguð. Ekkert annað. Ekkert tékkað á litblindu, ekkert athugað með hreyfiþroska, ekkert athugað með málskilning o.s.frv. Mér fannst þetta voða eitthvað lítilfjörlegt.

Svo minntist ég á þetta með hvað henni gekk erfiðlega að hætta með bleiu og að hún hefði enn ekki alveg fulla stjórn á þessu, þó svo að hún hefði tekið miklum framförum, og minntist líka á að hún pissaði oft undir á nóttunni. Mér fannst nú bara hjúkkan ekkert vita í sinn haus varðandi þetta, fór bara eitthvað að hvetja Örnu til að vera duglega að fara á klósettið og að það væri nú ekki þægilegt að pissa í rúmið. Dööööö, ég var nú fljót að benda henni á að stelpugreyið réði nú allavegana ekkert við það þó hun pissaðu undir á nóttunni og sagði bara að þetta væri ekkert vandamál frá minni hálfu og ég biði bara eftir að hún yxi upp úr þessu. Varð eiginlega bara hálffoj, fannst eins og hún væri hálfpartinn að setja út á barnið fyrir að gera þetta.

En það kom nú eitt út úr þessari skoðun. Litla skottan virðist ekki sjá alveg nógu vel, sem gæti útskýrt hausverkina sem hún fær af og til. Allavegana þá þurfum við að skreppa með hana til augnlæknis og láta athuga sjónina betur. Jæja, það kemur í ljós hvað kemur út úr því.

Ég er að fara aftur á næturvakt svo ég bið að heilsa ;)

mánudagur, maí 10, 2004

Og áfram er gott veður. Annars fór ég í dag og verslaði ný sumarföt á Elísu og keypti svo hjálpardekk á hjólið hennar Örnu. Við fórum reyndar á MacDonalds þegar við vorum búin að sækja krakkana á leikskólann, en svo var haldið heim og Arna fékk að prófa hjólið og var sko alsæl að geta hjólað sjálf. Því miður skall á þrumuveður með tilheyrandi brjálaðri rigningu svo það var ekki hjólað mikið í þetta sinn, heldur bara flúið inn rennandi blaut ;)

Er að fara á næturvakt á eftir, ætla að skella mér í bað fyrst.

sunnudagur, maí 09, 2004

Sjíss hvað það er heitt. Fór upp í 28 stig í skugganum í dag. Við erum búin að vera úti í mest allan dag, vorum boðin í heimsókn til vinafólks og sátum bara þar úti í garði í góðu yfirlæti. Það eru hestar og fleiri dýr þarna rétt hjá og krakkarnir voru sko svakalega ánægðir með þetta allt saman. Kallarnir settu svo saman rólur við mikla hrifningu krakkanna. Bara búið að vera frábært ;)

Það er ekki komið hádegi og ég er búin að afreka að fara út með krakkana, hjálpa Örnu smá að hjóla, fara á leikvöllinn og út í sjoppu að kaupa ís. Hitinn er strax orðinn yfir 23 gráður og sólin skín. Arna er nú ekki alveg að valda því að hjóla svona án hjálpardekkja, kannski maður ætti að endurskoða þetta og fjárfesta í hjálpardekkjum svo litla skottan geti nú hjólað sjálf ;) Athuga þetta á morgun, hún er nú ekki nema 4 ára.

MYNDIR

Hér koma nokkrar myndir frá laugardeginum 8. maí ;)


Arna Valdís og Hjalti Sævar flott með nýju hjólin sín



Glæsilegur hjólakappi



Dugleg að hjóla... með smá hjálp frá pabba ;)



Þessa mynd tók Arna Valdís af mér, nokkuð gott bara ;)



Svakalega gott að slappa af fyrir framan sjónvarpið eftir svona dag, sérstaklega með nammi ;)



Elísa Auður og Karine, búnar að safna nokkrum Russekortum til viðbótar