laugardagur, ágúst 02, 2003

Úbbasí, svolítið langt síðan ég bloggaði síðast. Það sem er búið að gerast merkilegt síðan síðast í stuttu máli:

1. Við Hjalti Sævar fórum til Íslands í eina viku í maí.
2. Tengdamamma og tengdapabbi komu í heimsókn í júní.
3. Stelpurnar fóru með tengdó til Íslands og eru búnar að vera þar í sumarfríi.
4. Elísa Auður er búin að eyða tíma með Alla pabba sínum og virðist báðum líka vel :D.
5. Arna Valdís og Hjalti Sævar eru komin með leikskólapláss og byrja núna í ágúst.
6. Bjöggi er farinn til Íslands að sækja stelpurnar, þau koma aftur þriðjudaginn 5. ágúst (JIBBÍ).
7. Við erum líklega að kaupa bíl, ég fæ meira að segja að hafa hann á mánudaginn ;).

Annað merkilegt: Mér var bent á þessa FRÁBÆRU síðu fyrir "hvernig í ósköpunum á ég að hafa allt hreint og skipulagt heima hjá mér" ofurkonur:

http://www.flylady.com/ (þetta blogdrasl vill ekki gera hyperlink)

Ég náttúrulega skráði mig strax og er BÚIN að þrífa vaskinn og gera hann glansandi :D. Þetta er sko alveg súpersíða, bara fylgja leiðbeiningunum... já og gera það sem manni er fyrir sett. Ég ætla mér að halda smá dagbók yfir þetta hér ;)

Jæja, ég ætla að tjatta aðeins við netvini... þessa fáu sem eru heima um verslunarmannahelgina ;)