miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Í rigningu og roki

En ekki hvað? Haha. Það var sko hífandi rok og grenjandi rigning sem tók á móti okkur þegar við lentum á Keflavíkurflugvelli s.l. föstudag. Sem sagt, ekta íslenskt veður ;Þ Manni yljaði bara um hjartaræturnar... en ekki annars staðar í líkamanum, hahaha. En það hafa nú komið sólarglætur líka ;) Við höfum það bara voða gott í íbúð sem vinkona mín lánaði okkur á meðan hún og hennar familia eru úti í sumarfríi. Mér svo sem hefði fundist sniðugara að hún hefði bara verið á Íslandi á meðan ég er hér... en svona er þetta :/

Jæja, er að hugsa um að skreppa í SUND á eftir, hef ekki farið í sund í meira en tvö ár. Það er svo ógeðslega dýrt í þessar sundlaugar úti, svona 1000 kall fyrir fullorðinn og kannski 800 kr fyrir börn, og svo eru engir heitir pottar. Svo nú ætla ég að nýta tækifærið og njóta þess að fara í almennilega sundlaug :D