laugardagur, júní 05, 2004

Frábær dagur :D

Þetta er sko búið að vera yndislegur dagur. Við lögðum af stað út á Kjøkøy um klukkan hálftvö og vorum nú ekki nema svona 20 mín að keyra þetta. Frábært veður, um 26 stiga hiti og umhverfið þarna á Kjøkøy úti í skerjagörðunum er alveg geggjað. Þessi bústaður sem Karin og Jon eiga er í raun gamalt íbúðarhús, um 150 ára gamalt, sem er búið að vera í ættinni hennar Karinar held ég bara allan þennan tíma. Yndislega eldgamalt hús, að vísu búið að leggja rafmagn, en pípulagnir eru engar. Það er bara einn krani með rennandi vatni sem er fyrir utan húsið og klósettið er svona ekta útikamar. Ekkert smá kjút, hahaha. Elísu og Örnu fannst þetta nú frekar undarlegt klósett og ekki voru þær of hrifnar af lyktinni ;)

Það er frábær garður í kringum húsið og rétt fyrir neðan er pínulítil sæt strönd þar sem krakkarnir voru að sulla smá og moka, skoða marflær og þangflær (eða hvað sem þetta heitir), marglyttur og skeljar, kasta steinum út á sjó (og sumir sem voru frekar litlir og ekki mjög flinkir köstuðu óvart í aðra) og bara skemmta sér. Síðan er fullt af klöppum þarna, sem einmitt einkenna svo skerjagarðana. Svo var farið í vatnsbyssuslag í garðinum, leikið með dót, umhverfið skoðað og krökkunum fannst þetta algjört paradís.

Þegar líða tók á var grillað og borðaður þessu frábæri matur, setið og kjaftað og allir höfðu það rosalega gott. Kannski að undanskilinni Elísu. Hún ætlaði eiginlega ekkert að koma með heldur gista hjá Nikol vinkonu sinni, en svo hringdi stelpuskottan og var orðin slöpp. Þannig að við sóttum hana og hún kom með okkur út á Kjøkøy. Þar var hún greinilega eitthvað að verða lasin og kúrði sig aðallega inni að horfa á sjónvarpið. En hún stóðst nú ekki mátið og kom aðeins út líka, enda bara ekki annað hægt þarna. Að vísu skemmti hún sér mjög vel, en það spillti nú fyrir hvað hún var slöpp. Enda er gellan með yfir 38 stiga hita núna.

En þetta var nú samt alveg geggjaður dagur og þessi staður er ekkert smá flottur. Verð bara að skella inn nokkrum myndum og sýna ykkur.Gamla húsið (bústaðurinn)


Úti í garði


Á klöppunum


Á ströndinni


Húsið séð frá ströndinni


Útikamarinn góði, lúxusútgáfa sko - með tveimur götum :D


Ég er þokkalega brunnin á bringunni og aftan á hálsinum eftir daginn. Mundi alveg eftir að bera sólarvörn á börnin, en gleymdi sjálfri mér :þ

Gaman gaman!

Yndislegt veður, mælirinn sýnir tæplega 20 stiga hita í forsælu og það er sól og blíða úti. Hitinn á örugglega eftir að hækka eftir sem líður á daginn. Þvotturinn sem ég hengdi út á snúru fyrir rúmum klukkutíma er orðinn þurr. Við erum á leið í sumarbústaðaheimsókn til Karin og fjölskyldu. Reikna nú ekki með að við gistum, enda er þetta nú bara rétt fyrir utan Fredrikstad. Elísa er reyndar í Halden hjá Nikol vinkonu sinni, fór þangað í gær, og ætlar að fá að gista aðra nótt. Jæja, best að fara að gera liðið klárt :D

föstudagur, júní 04, 2004

Smá föstudagsblaður

Það er svo notalegt að vera í fríi á föstudögum og eiga alla helgina framundan, var reyndar í fríi í gær líka.

En já, ég var að breyta lúkkinu á síðunni og er bara nokkuð ánægð með þetta ;) Ákvað samt að halda inni gömlu kommentunum hér og nýta mér ekki þetta standard blogger-kommenta-kerfi.

Fór í leikfimi áðan og svo á McDonalds og át þetta allt á mig aftur, haha. Ówell, vonandi ekki alveg.

Ekki var mikil sól í dag en samt hlýtt. Reyndar var bara rigning áðan, en hún er hætt. Elísa var hjá bekkjarsystur sinni áðan og þær veiddu helling af halakörtum sem núna eru í fötu úti í porti. Ef einhver veit hvað halakörtur éta, endilega látið mig vita.

Finding Nemo er afskaplega vinsæl mynd á þessu heimili núna. Verst að við eigum hana bara með enskum texta, en það er í vinnslu að bæta úr því ;) Hlakka til að geta séð hana á íslensku, aðallega fyrir Örnu og Hjalta. Þetta er fyrsta myndin sem Hjalti er voða spenntur yfir. Hann var það nú ekki fyrst, en núna finnst honum rosalega gaman að horfa á Nemo.

Já annars, þetta gekk bara vel með svefninn í gær og drengurinn sofnaði sjálfur án mikilla vandræða. Þá er bara að gera þetta aftur í kvöld.

Svo verð ég bara að sýna ykkur eina sæta mynd af ömmu minni með langömmu börnunum sínum :Dfimmtudagur, júní 03, 2004

Sumar og sól

Alveg luvlí veður úti :D Mætti vera svona í allt sumar fyrir mér, ég fíla ekki of mikinn hita. En svona eins og í dag, ca 24-25 stiga hiti, bara fullkomið. En ég á fastlega von á að hitinn eigi eftir að hækka eitthvað þegar á líður sumar.

Við erum með tilraunastarfsemi í gangi, þ.e. að láta Hjalta sofna sjálfan. Ég verð nú að segja að miðað við fyrri tilraunir þá virðist þetta ætla að ganga mjög vel. Hann hefur bara fjórum sinnum komið fram á hálftíma, sem þýðir að meðalvera hans uppi í rúmi (eða réttara sagt inni í herbergi, hann er sko ekkert alltaf í rúminu), er kannski um 5-6 mínútur. Síðast þegar við reyndum þetta þá var þessi tími kannski um 20-30 sekúndur svo þetta er mikil framför ;) Kannski bara gengur þetta loksins *bjartsýn*

Hlakka til að fá orlofið mitt núna 15. júní, þá ætla ég rétt að vona að við getum keypt miðana til Íslands.

Annars virðist aðeins hafa sljákkað í fólki á Barnalandi. Þetta var nú hreinlega ekki eðlileg múgsefjun. Bara gamli miðaldarrannsóknarrétturinn mættur á svæðið með nornaveiðar í fullum gangi. Jæja, vonum að friðurinn haldist eitthvað núna. Mér finnst reyndar mjög gaman að góðum rökræðum og skoðanaskiptum, og jafnvel smá rifrildi. En þetta sem var í gangi núna fór svo langt, langt yfir strikið. Hef aldrei séð það ljótara. Enda var ég bara gáttuð á hvernig manneskjur geta látið. Jæja, það er allavegana rólegt núna... kannski meira að segja of rólegt. Á maður að reyna að koma með eitthvað heitt umræðuefni? Hahahaha :Þ

þriðjudagur, júní 01, 2004

Ömurlegt fólk

Mikið er ég fegin að hópurinn sem stundar umræðuna á Barnalandi er ekki þverskurður af samfélaginu, eða ég neita allavegana að trúa því. Ég er bara verulega sorgmædd yfir umræðum s.l. sólarhrings. Mér finnst sorglegt hvað það er til mikið af hörðu og skilningslitlu fólki, fólk með svakalega fordóma, fólk sem dæmir hluti sem það hefur engan skilning á, fólk sem hefur enga samúð með þeim sem hafa stigið feilspor eða eiga við vandamál að stríða, getur engan vegin sett sig í spor þeirra og hreinlega neitar að reyna það einu sinni. Ég fékk eiginlega bara smá sjokk við að sjá þetta svona svart á hvítu hvað margir eru tilbúnir að dæma hart og sýna enga miskunn.

Einnig finnst mér ótrúlegt hvað fólk leyfir sér í nafni mál- og skoðanafrelsis. Það er eins og þeir haldi að þetta frelsi gefi þeim leyfi til að segja hvað sem er og það þurfi enga ábyrgð taka á þessum orðum sínum. Sumir hafa bara hreinlega engin mörk og láta allt flakka í nafnið skoðanafrelsisins og slengja svo bara um sig þessum gullna frasa "ég má alveg hafa mína skoðun" *æl*. Skilur þetta fólk virkilega ekki að orð geta haft afleiðingar? Hefur það enga siðferðiskennd varðandi þetta? Hversvegna leyfa sumir sér bara að segja allt og halda að það sé í besta lagi af því að "þetta er bara þeirra skoðun"? Svo er þetta sama fólk kannski að hneykslast á DV og öðrum fjölmiðlum um hversu siðlausir þeir eru og leyfa sér að birta bara hvað sem er án þess að taka tillit til þeirra sem að málinu koma.

Já, ég er bara sorgmædd yfir þessu. Sem betur fer eru vinir mínir ekki svona, kann kannski að velja þá vel.