mánudagur, nóvember 24, 2003

Jibbíííí, mamma er að koma á morgun og stoppar í tvær vikur. Verst að ég þarf að fara á kvöldvakt á eftir og morgunvakt á morgun. Mig langar mest að vera heima og gera fínt. Við erum nú samt búin að vera að taka til á fullu og það er allt að verða bara ágætt. En sko, maður vill helst vera heima og hafa yfirumsjón með þessu öllu. Jæja, þetta reddast ;) Mamma kemur allavegana :D. Stelpurnar hlakka rosalega til. Hjalti fattar þetta nú ekkert alveg, enda var hann bara eins árs þegar hann hitti Dísu ömmu sína síðast, fyrir hálfu ári sem sagt. Og þá stoppuðum við bara í viku heima á Íslandi. Við fáum aðeins lengri tíma núna. Jæja ætli ég verði ekki að fara að druslast í vinnuna. Nenni því sko ekki, er eiginlega hálfslöpp og með hálfgerða hálsbólgu, en ég verð eiginlega aldrei alvöru veik. Svo ég er bara drusluleg en samt ekki löglega afsökuð til að vera veik heima :/ Jæja, eftir daginn á morgun verð ég komin í ágætt frí ;)