laugardagur, mars 27, 2004

Vá hvað ég er REIÐ!!!!!!

Nú er einhver búinn að setja upp blogsíðu þar sem gefnar eru upp þrjár heimasíður fólks og það tilgreint sem barnaperrar. Málið er bara að þetta er alsaklaust fólk. Einn þessara aðila er maðurinn minn og hitt eru tvær ungar konur, önnur með mann og börn, hin á kærasta og er ófrísk. Ósköp venjulegt fjölskyldufólk sem á það eitt sameiginlegt að hafa reitt þennan viðkomandi mann til reiði með því einu að vera ekki sammála honum og gagnrýna gerðir hans og hegðun. Þessi einstaklingur virðist vera verulega sjúkur á geði en gerir sér engan vegin grein fyrir því sjálfur. Þó það standi ekkert á þessari síðu hver stendur fyrir henni þá vitum við alveg hver það er. Þó svo að allir sem þekki til þessa manns viti hvernig hann er og að ekki sé mark takandi á neinu sem hann segir, þá eru ekkert allir í netheiminum sem vita af honum og einhverjir gætu þess vegna tekið þessu bulli hans alvarlega. Það vill ENGINN hafa nafn sitt bendlað við barnapervertisma og þetta er pjúra ærumeiðing. Við erum búin að tala við lögregluna og gefa upp upplýsingar, og komum til með að hafa samband við hana aftur á mánudaginn til að leggja fram formlega kæru. Það er ekki séns í helvíti að þessi maður fái að komast upp með þetta óáreittur. Að hann virkilega skuli halda að hann komist upp með þetta lýsir kannski honum einna best.

föstudagur, mars 26, 2004

Ég er að fara á djammið, ligga ligga lái. Hey og ég fór aftur í klippingu og var plötuð í litun og strípur líka, híhíhí. Set inn mynd við tækifæri, en nú er ég farin á djammið.

Hér er mjög góð mynd, í aðeins styttri útgáfu... og ekki alveg eins djúp svona, hehehe!

Lord Of The Rings

fimmtudagur, mars 25, 2004

Var að horfa á mynd um daginn, The Usual Suspects. Komst bara að því að ég hef aldrei séð hana áður, ég nefninlega hélt alltaf að ég væri löngu búin að sjá hana. Ég hef líklega bara heyrt svo mikið um þessa mynd að ég hef bara ímyndað mér að ég hafi séð hana. En þetta var bara fínasta mynd, spennandi ;)

Svona í sambandi við myndir. Maður hefur séð margar myndir, sumar ömurlegar, sumar allt í lagi, sumar góðar, sumar frábærar, en ég hef bara séð örfáar sem virkilega, virkilega hafa haft mikil áhrif á mig sem sitja eftir. Ég sá t.d. mynd um daginn sem féll í þennan sjaldgæfa flokk. Hún heitir Dogville og er gerð af Lars Von Trier. Ég tók þess mynd á leigu einn daginn sem ég var í fríi, hafði heyrt þennan titil en mundi ekkert hvernig mynd þetta ætti að vera. Settist svo í sófann og fór að horfa og var nú bara verulega skeptísk fyrist. Myndin er nefninlega tekin á mjög furðulegan hátt, eða sko sviðsetningin er afskaplega sérstök. ÖLl myndin er tekin í litlu stúdíói með lágmarksleikmunum, minnir mann á leikrit á sviði, nema bara eiginlega enn færri sviðsmunir. Einnig er sögumaður sem segir söguna og fyllir inn í. Þetta var svo óvenjulegt að ég hreinlega hafði ekki orku í að horfa á þetta, umgjörð myndarinnar dró alla athyglina frá myndinni sjálfri og söguþræðinum. Ég hreinlega sofnaði yfir henni. En svo ákvað ég nú að gera aðra tilraun seinna um kvöldið og setti dvd diskinn í aftur og ákvað að horfa á þetta með opnum huga. Eftir smá stund var ég alveg dottin inn í myndina og þessi umgjörð algjörlega hætt að trufla mig. Hugsa að hún hafi bara magnað áhrif myndarinnar.

En þetta var ein sú magnaðasta mynd sem ég hef séð. Lýsir ótrúlegri grimmd sem komið getur fram hjá mannskepnunni þegar henni gefast tækifæri til þess. Mér var hreinlega illt tilfinningalega við að horfa á hana og ég hugsa að ég muni aldrei aftur setja þessa mynd í tækið hjá mér og horfa á hana. Alls ekki vegna þess að hún væri svona hræðileg, heldur bara tekur það á mann að horfa á hana. Yfir sumum atriðunum var ég með kökk í maganum og hálsinum, hjartslátturinn á fullu, en sat samt og gat mig engan vegin slitið frá þessu. Enda hefði ég aldrei viljað missa af því að sjá þessa mynd, en eitt skipti er nóg. Ég legg það ekki á mig að sjá hana aftur. Bjöggi horfði svo á hana seinna áður en við skiluðum disknum. Ég sat við tölvuna og var sko ekki að horfa á með honum, en þegar áhrifaríkustu atriðin voru þá hélt ég fyrir eyrun svo ég væri ekki að sjá atburðarásina fyrir mér aftur og fá allt þetta tilfinningaflóð upp á nýtt... virkaði samt ekki alveg.

En ég man bara eftir einni mynd sem hafði einhver svipuð áhrif á mig, og það var Schindlers list. Hins vegar hugsa ég að ég gæti alveg horft á hana aftur, allavegana núna mörgum árum seinna. En það var svona svipuð tilfinning sem ég fékk, mynd sem var erfitt tilfinningalega að horfa á, en samt sem áður svo mögnuð að maður gat ekki hætt. Held samt að Dogville slái alveg Schindlers list við. Schindlers list er líka byggð á sannri sögu, Dogville er meira listræn og hefur djúpstæðari merkingu.

En já, ég er að fara að djamma annað kvöld ;) Jibbí, gaman, gaman :D

miðvikudagur, mars 24, 2004

Hrikalega er ég eitthvað uppþembd. Er svo sem á blæðingum, en það er voða mikið loft í mér. Skemmtilegt umræðuefni, ekki satt?

Annars var ég á kvöldvakt, er ennþá ferlega mygluð. Kallinn er steinsofandi inni í rúmi hjá Hjalta, hehehe, greinilega sofnað við að svæfa ;)

Ég er mygluð!!! Svaf ansi lítið í nótt (upptekin við að búa til nýja bloggsíðu sko) og var svo sem ekkert þreytt eftir að vera búin að snúa sólarhringnum gjörsamlega við. Það er mesti gallinn við þessar næturvaktir sko. Annars var ég að lesa einhversstaðar um daginn að konur sem vinna vaktavinnu eru í meiri áhættu en aðrir á að deyja fyrir aldur fram. Þetta virðist ekki eiga eins við um karla. En spennó eða þannig. Maður ætti kannski bara að fá sér normal 8-16 vinnu? Hmmm... neee... líkar ágætlega að vinna eins og ég geri. En ég held ég leggi mig nú samt smá áður en ég mæti á kvöldvaktina á eftir.

Dammdaramm, á ég að láta vaða??? Hmm, ok. Ég var að setja upp nýja bloggsíðu þar sem ég ætla bara að blogga um átakið mitt. Hún er hér http://fyrrverandifitubolla.blogspot.com. Legg ekki alveg í að setja hana í linkana strax :O, mér finnst nú bara heilmikið að "afklæðast" svona á netinu þar sem allir í raun geta lesið og fylgst með. En what the heck, þetta kannski ýtir á eftir mér að standa mig.

Júbb, hún er rétt ;)

Fór allt í einu að spá hvort klukkan á blogginu mínu væri rétt.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Smá pælingar hjá mér. Ég er stundum spurð að því hvort ég geti alveg sofið eftir næturvaktirnar þegar ég á þrjú börn, og ég svara að það sé ekkert mál. Ég eigi svo vel upp alin börn og góðan mann sem passar þau á meðan ég sef. Svo fór ég að velta fyrir mér þessu orðalagi að hann sé að passa börnin. Nú hef ég svo oft heyrt stelpur/konur hneykslast á því ef einhver móðirin lætur það út úr sér að pabbinn sé að passa. "Hann er sko ekkert að passa, hann er bara heima með börnin sín" er viðhorfið sem maður heyrir oft við þessu. En, en, en... er hann samt ekki að passa??? Ég ætla rétt að vona að feður passi börnin sín alveg eins og mæður passa börnin sín. Minn maður passar börnin sín vel og ég passa svo sannarlega börnin mín þegar ég er með þau. Svo ég sé bara ekkert að því að segja að pabbinn sé að passa, auðvitað er hann að passa börnin sín!!!

Nú sit ég og læt mig dreyma um einbýlishús, 4 svefnherbergi og sætan garð. Kannski maður geti látið drauminn rætast einhverntíman í haust eða á næsta ári. Þá verðum við búin að búa hér í 2 ár og allavegana ég búin að vera með fastráðningu í smá tíma, upp á húsnæðislán að gera. Æ það væri frábært!

Annars er ég búin að vera á næturvaktatörn, búin að taka fjórar næturvaktir í röð, en er núna í fríi þar til á miðvikudag, en þá fer ég á kvöldvakt. Gott að eiga smá frí, þarf sko á því að halda núna. Ég ætla svo að reyna að taka smá til í þessari svínastíu á morgun.