laugardagur, september 25, 2004

Uppgefin

Stundum er bara erfitt að vera móðir, húsmóðir, eiginkona og útivinnandi, og eiga að standa sig í öllum þessum hlutverkum. Nú er ég hreinlega þreytt og uppgefin, en maður má það ekkert, verður bara að halda áfram. Get þó ekki sagt að ég sé neitt að brillera í þessum hlutverkum í dag.

föstudagur, september 24, 2004

Gamlar bíómyndir

Þær eru alveg stórkostlegar, híhí. Tónlistin er svo geggjuð, alltaf þessar æpandi fiðlur og önnur strengjahljóðfæri í crecendo þegar eitthvað spennandi eða ógnvekjandi er í uppsiglingu. Ef myndirnar eru í lit þá eru þessir litir alveg yndislegir. Eitthvað svo sterkir og hreinir, eiginlega alveg í stíl við litina á bílunum frá þessum tíma. Svo er það þetta allra besta, en það eru ópin í kvenfólkinu. Það hljóta nú að flokkast sem sérstakir hæfileikar að ná svona yfirmáta skerandi, kvenlegu öskri :D Bara frábærar þessar myndir sko ;)

fimmtudagur, september 23, 2004

Lítill lasarus :(

Arna rauk bara upp í 40 stiga hita í kvöld. Hún er búin að vera hóstandi í nokkra daga, en nú er hún orðin "ordentlig" lasin greyið. Hún sefur núna, en ég heyri hana samt brölta og hósta og stynja inni í rúmi :( Litli anginn minn. Vonandi batnar henni fljótlega.

Gestahæft

Það er svo gaman þegar heimili manns er bara alltaf gestahæft. Alveg ótrúlegt bara hvað þessar 20 mínútur á dag hafa breytt öllu... verst að það koma bara engir helv... gestir >:(

mánudagur, september 20, 2004

Mig vantar bækur

Einu sinni var sú tíð að ég fékk margar bækur í jólagjöf og hafði alltaf nóg að lesa. Svo fór þeim að fækka og að lokum fékk ég bara enga bók í jólagjöf. Jú, ég hef nú einstaka sinnum fengið einhverja bók um jólin, en það er mjög sjaldan. En nú er svo komið að ég er búin að lesa allar bækurnar mínar svona 370 sinnum, hverja þeirra, og ég bara þori varla að lesa þær oftar af ótta við að þær muni hreinlega detta í sundur vegna slits og álags. Þannig að ef einhver á bækur aflögu þá má sá hinn sami senda mér þær hingað út. Sendið mér bara e-mail og ég skal láta ykkur fá adressuna.

Eða kannski maður ætti bara að fara á bókasafnið :S

Sigga afa-svipur ;)

Smellið bara á myndina til að sjá hana betur ;)



Já, ég þóttist sjá einhvern Sigga afa-svip hér ;) Posted by Hello

sunnudagur, september 19, 2004

Þjóðráð dagsins

Ef þið eruð með harðlífi skulið þið bara fá ykkur deBron low carb saltlakkrís. Svínvirkar alveg... gætuð örugglega farið í ristilspeglun strax á eftir.