laugardagur, apríl 24, 2004

Smá pæling hjá mér. Hún Idol Margaret sem er nú uppáhaldið mitt; syngur vel og er svaka sjarmerandi, er nú bara ótrúlega lík henni systur minni. Allavegana er það eitthvað við hana sem minnir mig alltaf á Heiðu. Held það sé nefið og brosið ;) Enda báðar gullfalegar og sjarmerandi stelpur. Hér eru tvær myndir af þeim, dæmið svo bara sjálf. Þessi til vinstri er hún Margaret og sú til hægri er hún Heiða María litla systir mín ;)En já, þvotturinn er orðinn skraufþurr úti á snúru, best að sækja hann og fara að brjóta saman. Við erum búin að laga til hér inni og ég er búin að sækja Nuvuna mína ;) Sem sagt allt í gúddí :D

Klukkan er rúmlega hálftvö eftir hádegi og hitamælirinn sýnir 17,2 stig í skugganum. Lovlí :D Ég hengdi þvott út á snúru áðan, það er eitthvað svo kósí að vera með þvott úti á snúru í góðu veðri ;) Svo kíktum við á einhvern flóamarkað sem er haldinn til styrktar SOS þorpunun (eða einhverju álíka), keyptum reyndar ekkert nema mjúk dýr handa krökkunum. Þau fengu að velja sér eitt dýr hver, kostuðu 5 kr. norskar stykkið, sem er ca 50 kr íslenskar. Svo keyptum við saft og vöfflur handa krökkunum líka. Fórum í smá fótbolta úti í garði, þar til Hjalti varð of frekur og reif alltaf boltann af Örnu og hljóp með hann út á götu. Þá var hann borinn argandi og gargandi inn, enda reyndar orðinn grútsyfjaður. Krakkarnir fengu sér smá að borða og svo ætla ég að kúrast aðeins inni í rúmi með litla Hjaltaling og leyfa honum að sofna. Svo ætla ég (og Bjöggi) að laga aðeins til í stofunni. Ég verð svo að muna að fara í apótek á eftir og sækja mér Nuvu, þarf að smella þessu upp í kvöld til að hafa allt á hreinu :Þ

föstudagur, apríl 23, 2004

Ég var að labba heim af kvöldvakt, yndislegt veður ;) Annars var Idol í kvöld og við náttúrulega horfðum á það í vinnunni, eða svona eins og við gátum. Það stóðu sig bara allir rosa vel í kvöld, meira að segja Sandra. Hún kom mér... og okkur öllum... rosalega á óvart. Enda komst hún áfram, heh! Það var Håkon sem datt út í kvöld, er svo sem ekkert ósátt við það. Vona samt að Sandra detti út næst. Margaret söng It´s oh so quiet, Bjarkarlagið fræga, enda er hún víst mjög hrifin af Björk. En það var svona Big Band þema í kvöld og bara rosa skemmtileg lög, ég hef lengi verið svolítið veik fyrir svona Big Band tónlist ;)

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Bjöggi fór með Elísu í einhverja skólaferð í dag, svona dagsferð. Þau fóru á einhvern eldgamlan herragarð sem heitir Elingaard og þar var t.d. farið út í skóg og skoðaðir könglar og tré, ummerki eftir dýr og svona hitt og þetta. Síðan voru gamlar vinnuaðferðir skoðaðar og þau fengu t.d. að prófa að mala korn, vefa mottur og þæfa ull upp á gamla mátann. Svo fengu þau að heyra fullt af sögum um herragarðinn og fólkið sem bjó þar, og auðvitað draguasögurnar sem fylgdu herragarðinum. Þeim fannst þetta svaka skemmtilegt. En það er víst einhver kona sem gengur aftur þarna ;) Ég hins vegar svaf á mínu græna á meðan, frí í dag. Svo fer ég á kvöldvakt á morgun (aukavakt) og á síðan frí á laugardag, og tek svo kvöldvakt á sunnudag (önnur aukavakt). En núna ætla ég að bregða mér í bað áður en ég sæki krakkana... eða... oh... er búin að sitja of lengi við tölvuna, hef ekki tíma til að fara í bað áður en ég sæki þau. Jæja, ég skelli mér bara í bað á eftir ;)

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Nú eru trén farin að grænka og yfirleitt ansi hlýtt á daginn, samt var ekki svona hlýtt í dag eins og á mánudaginn ;) Ég var á svona fræðsludegi í dag í vinnunni og bara fræddist eiginlega ekki neitt því ég var alltaf alveg að sofna... glæsileg alveg. Svo á ég frí á morgun, gaman, gaman ;) Það er ENN fínt hér heima, ótrúlegt en satt. Ég einhvernvegin tími ekki að láta allt fara í rusl aftur, það er svo ÖMURLEGA leiðinlegt að taka til þegar staðan er svoleiðis. Svo er þetta bara svo gott fyrir sálina að hafa allt svona fínt og hreint í kringum sig. HEY!!! Ég get farið að hengja þvott út á SNÚRU núna :D

mánudagur, apríl 19, 2004

Þvílík synd að hafa verið að vinna í dag. Hitinn fór yfir 19 gráður og það var sól og svaka heitt. Við vorum gjörsamlega að kafna í vinnunni og samt opnuðum við stóra gluggann inni á vaktherbergi upp á gátt og vorum með viftuna á fullu. Það er svo yndislegt þegar vorið er komið svona fyrir alvöru :D Þetta er nú ein af ástæðunum fyrir að við fluttum hingað út. Skemmtilegt að geta verið með börnin í alvöru SUMARFÖTUM á sumrin, ekki alltaf í úlpu með húfu ;)

Ég fór ekki á fætur klukkan hálfsjö, en ég fór samt á fætur klukkan hálfátta og græjaði börnin í skóla og leikskóla. Veðrið stefnir í að verða yndislegt. Hitinn fór reyndar upp í 18,4 gráður um helgina, mmmmm, æði.

Svo er svo þægilegt þegar allt er svona fínt og hreint hér á heimilinu :D Að vísu á eftir að ganga frá einhverjum smá þvotti og taka upp úr töskunum síðan í gær, en það er enga stund gert. Ég nenni því samt ekki núna, ætla að leggja mig smá fyrir kvöldvaktina. Bið bara Bjögga um að gera eitthvað af þessu á eftir.

Hún Arna sko. Hún er á einhverju myrkfælnisskeiði núna. Hana langaði bara alls ekki að fara að sofa í sínu rúmi í gær nema að ég lofaði að hafa ljósið kveikt frammi og að ég myndi fara með Hjalta aftur inn í sitt rúm ef hann skriði upp í til okkar um nóttina (þau sofa í sama herbergi, í kojum). Hún vildi nefninlega alls ekki vera ein. Ég var svona að spyrja hana út í við hvað hún væri hrædd og hún sagði mér að hún væri svo hrædd við dýrin í loftinu, en þau koma þegar það er dimmt. Ég spurði hana hvort þetta væru ekki bara góð dýr, en nei þetta eru víst vond dýr heldur hún. Svo sagði hún grafalvarlega: Ég held að þau séu að reyna að drepa mig. Aumingja litla stelpuskottan mín, það er örugglega ekki gaman að vera með svona dýr í svefnherberginu á nóttunni. En þetta var nú allt í lagi þegar ég lofaði að hafa ljósið kveikt, fullvissaði hana að hún yrði ekki ein í herberginu og að hún mætti alveg skríða upp í til okkar. Svo steinsvaf hún í alla nótt. En það er fjörugt ímyndunaraflið á þessum aldri ;)

sunnudagur, apríl 18, 2004

Þá er maður kominn heim aftur eftir skemmtilegt partý. Það var rosa gaman í gær, mikið djammað og djúsað og allir kátir og hressir. Það var náttúrulega fullt hús af gestum hjá Mumma og Ólöfu og margir þeirra sem gistu. Ég fór að sofa svona á milli fjögur og fimm í nótt, en þeir hörðustu sátu til rúmlega sex ;) Við vorum svo komin til Sarpsborg rúmlega hálfþrjú að sækja Örnu og Hjalta. Þau voru nú bara ekkert á því að koma með heim, það var svo gaman hjá Unni og Sigga. En okkur tókst að plata þau með að lokum, hehe ;) Svo var alveg æðislegt að koma heim í hreina íbúð þó svo að grislingarnir séu ansi duglegir að tæta út dótið sitt, en það má alveg. Það væri nú glatað að fá ekki að leika sér með leikföngin sín. Elísa hefur sést hér í mýflugumynd og var svo strax rokin út aftur að leika við Karine. Annars erum við Bjöggi frekar þreytt, hann er reyndar sofnaður í sófanum, en ég sit hér og er eitthvað að dunda mér. Arna og Hjalti eru svo góð að leika sér... í bili allavegana. Ég bíð bara eftir að þau fari að rífast um eitthvað, hahaha. En well, ég er fegin að vera ekki á morgunvakt á morgun, ég fer á kvöldvakt. Þá þarf ég ekki að rífa mig á fætur klukkan hálfsjö allavegana, get sofið smá ;)