fimmtudagur, mars 06, 2003

Auðvitað er þetta ég, en ekki hvað, híhí!

You're Perfect ^^
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla

Mikið ógeðslega er ég dugleg mar. Okkur vantar svo hillur inni í skáp hjá stelpunum og afleiðingin er að það er hreint þvottafjall ofan á snúrunum. Ég bara fékk alveg nóg af þessu, fór út í skúr og fann þar einhverjar plötur og spýtur og henti upp einhverju sem allavegana líkist hillum. Þetta er nú verulega "rússneskt" í útliti en virkar. Svo nú ætla ég loks að fara að brjóta saman þvott og raða (omg það tekur eilífð). Hjalti situr alsæll inni í eldhúsi og étur súkkulaðimuffins sem stórasystir hans bakaði, með bestu lyst, ... JÁ ég gef barninu mínu kökur af og til :Þ

Arna er svo fyndin, hún er ekki að samþykkja að ég hafi verið að negla, hún segir bara að ég hafi verið að skafa. Skil ekki hvaðan hún fær það

miðvikudagur, mars 05, 2003

Jámm, þetta gekk nú alveg merkilega vel í morgun. Ég vaknaði klukkan fimm en fór ekki á fætur fyrr en tíu mínutur yfir fimm. Vakti börnin klukkan hálfsex, klæddi og gaf þeim að borða (jú kallinn hjálpaði til), klæddi í útiföt og kortér yfir sex vorum við komin út. Vorum hjá dagmömmunni klukkan hálfsjö og ég var komin í vínnu rétt rúmlega sjö. Svei mér þá. Arna var nú pínulítið sybbin, en samt var hún svo spennt að hún rauk á fætur, henni fannst nefninlega svo rosalega gaman hjá þessari dagmömmu þegar hún var í prufupössun. Ég var nú bara hissa hvað ég var lítið syfjuð og að ég skuli ekki vera dauð núna. En ég er nú samt voða fegin að þurfa ekki að endurtaka þennan leik fyrr en á föstudagsmorguninn, er í fríi á morgun nebbla ;) Jæja, ætla að skoða póstinn minn og leggjast svo í sófann og horfa á imbann.

þriðjudagur, mars 04, 2003

Úff ég þarf að vakna svo snemma á morgun. Arna og Hjalti eru að fara til nýju dagmömmunnar og við þurfum að vera komin út úr húsi í allra síðasta lagi kortér yfir sex. Hvenær ætli ég þurfi að vekja þau, klukkan fimm? Hálfsex? Jæja, það kemur allt í ljós hvernig þetta verður. Er bara mest hrædd um að þetta fari að rugla nætursvefninum hjá Hjalta. Reyni að vekja hann eins seint og ég mögulega get.

Hey annars er ég voða ánægð með eitt, ég get loksins sofið brjóstahaldaralaus án þess að vakna öll á floti, JÍHA!!!

Mikið hrikalega er ég búin að vera syfjuð og þreytt í dag. Ég er bara búin að hanga í sófanum og varla sinna börnunum nema svona rétt því nauðsynlegasta (er ekki annars þurrt cheerios og kex alveg eðalhádegismatur?). Og ég sem ætlaði að taka til og gera eitthvað af viti hér í dag. Þoli ekki svona daga. Æ svo er Hjalti að kvarta núna, vildi óska að hann færi bara að sofa, hann er örugglega grútsyfjaður (og þá get ég kannski lagt mig smá líka). Jæja ok best að reyna að haga mér eins og smá mamma, gefa börnunum eitthvað almennilegt að borða og leggja svo drenginn (og sjálfa mig).

Ó hún Petí elska benti mér á aðra broskallasíðu, þessi er líka æði og ég fann meira að segj mynd af mér . Best að linka á þessa líka.

mánudagur, mars 03, 2003

Við steingleymdum að það væri bolludagur í dag, enda ekkert sem minnir á hann hér en við fjölskyldan lölluðum okkur bara niður á McDonalds í staðin og ætlum bara að verða bollur. Það er nú alveg svakalega langt síðan við fórum á McDonalds síðast. Svo fórum við í búðina og versluðum slatta af matvælum og hinu og þessu sem vantaði. Voða er nú notalegt að fara í svona labbitúr með fjölskyldunni. Hjalti Sævar steinsofnaði á leiðinni heim og er enn sofandi núna klukkan kortér yfir átta . Ji ég verð að fara að vekja hann ef hann á að sofna einhverntíman aftur í kvöld, nema ég leyfi honum að sofa áfam... hmm kannski ekki sniðugt, þá vaknar hann örugglega klukkan fimm í fyrramálið *dæs* .

(Tekur einhver eftir því að ég er voða hrifin af þessum sætu brosköllum ? Tek fram að Arna Valdís valdi þennan stóra græna með risaaugun).

Sei sei já, ég á svo góða stelpu. Hún Arna Valdís gerðist nuddkona í morgun og nuddaði bakið og lappirnar á mömmu sinni með þessu fína kremi. Nema þegar mamman var orðin öll vel mökuð í kremi þá uppgötvaði hún að það var ekki krem sem stelpan var með heldur sápa Ég get sagt ykkur að það er ekkert auðvelt að reyna að þvo sér sjálfur um bakið með þvottapoka Oh mig klæjar á bakinu og ég kemst ekki í bað því Hjalti er vakandi... ooooooh!!!

sunnudagur, mars 02, 2003

Hæ og hó. Ég var að vinna í gærkvöldi, tók aukavakt, og var dobbluð til að taka aukavakt í dag aftur, sko um daginn. Jújú, allt í lagi með það, nema ég steinsvaf svona yfir mig í morgun og varð allt of sein í vinnuna. Hrikalega er óþægilegt að sofa svona yfir sig. En þeim var svo sem alveg sama niðri í vinnu. Hjalti Sævar var svakalega ánægður að sjá mömmu sína þegar hún kom heim í dag, enda erum við lítið búin að sjást síðan klukkan tvö í gærdag. Það er svona þegar maður tekur kvöldvakt-morgunvakt. Hann er svo mikil rúsína, búinn að knúsa mig og gera aaaaa og kyssa mig blautum slefkossum með galopnum munninum. Algjör engill :D. Svo er hún Arna Valdís orðin GameBoy fíkill, finnst svakalega skemmtilegt að vera í GameBoy núna (verður sko að gera allt eins og stóra systir). Elísu Auði hef ég varla séð því hún er svo upptekin að leika við vinkonur sínar og rétt sást hér í mýflugumynd áðan, áður en hún hljóp út aftur.

Jæja, ég ætla að fá fleiri slefkossa og búa svo til einhvern mat handa okkur ;)