mánudagur, nóvember 10, 2003

ARG OG GARG!!!!!

Ég er svo þreytt því Hjalti apaköttur hélt að það væri svo rosa sniðugt að leika sér á nóttunni og hélt fyrir mér vöku þannig að ég svaf bara í 3 tíma. Svo fór ég náttúrulega að vinna, svakalega hress. Síðan er ég búin að lofa mér í leikfimi svo ég verð víst að druslast klukkan átta... kannski ágætt.

Svo er hún Elísa Auður að gera mig gráhærða. Loksins þegar allt var orðið gott hér í götunni þurftu hún og Karine að fá alla upp á móti sér með því að skrifa eitthvað ljótt bréf til eins stráksins hér. Ég er HÆTT að skipta mér af þessu. Þær geta bara uppskorið eins og þær sá og látið öllum finnast þær leiðinlegar. Annars eru þessir krakkar ekkert skárri, þetta er bara alltaf allt hinum að kenna og það byrjaði auðvitað enginn því að HINN byrjaði. Hrikalega er ég leið á þessu.

Lilja EKKI í góðu skapi.

Roooosalega er ég eitthvað dugleg að blogga. Ég nenni ekki að segja hvað er búið að gerast, en auðvitað eru Bjöggi og stelpurnar komnar heim. Hjalti skildi nú fyrst ekkert í því hvaða stórhættulegu stelpur þetta voru sem komu æpandi og réðust á hann, en svo áttaði hann sig og varð voða glaður, og auðvitað voða ánægður með pabba sinn.

En svona er ég nú dugleg að skrifa. Það eru bara að koma jól bráðum, allavegana er ég í voða jólaskapi. Ég er að smíða nýja prívatsíðu og fékk útrás í jólaskrauti þar. Hún er hér:

http://www.buria.com

Well, meira seinna.

Lilja sem þarf að drullast upp í rúm því hún er að fara að vinna í fyrramálið.