sunnudagur, september 05, 2004

Sumir dagar sko :S

Það er bara eins og það sé fyrirfram ákveðið að sumir dagar verði alveg horror. Byrjaði í morgun á því að hrökkva upp við brjálað rifrildi og öskur hjá Örnu og Hjalta þegar ég var að reyna að sofa eftir næturvaktina. Svo voru stelpurnar með svo mikil læti, gargandi og hlaupandi, fara út og inn með látum og hávaða að ég gafst hreinlega upp á að reyna að sofa og fór bara á fætur. Náttúrulega illa sofin, þreytt og pirruð. Svo bara er dagurinn búinn að vera svona, Elísa í fýlu, Arna vælandi, Hjalti argur og Bjöggi hálflasinn. Og ég sem á afmæli!!!! Svo þoli ég ekki að vera svona blönk að geta ekki einu sinni bakað eina köku eða gert neitt til að brjóta aðeins upp daginn og gera okkur smá dagamun. Skruppum á smá rúnt áðan á fína bílnum og það var reyndar mjög gott. En svo tók sami pirringurinn við þegar við komum heim, ótrúlegt. Nú er reyndar Elísa farin út með Örnu að leika smá og allir búnir að ákveða að hætta pirringi og fýlu. Ég er að hugsa um að grafa djúpt í skápunum mínum og gá hvort ég finni mögulega eitthvað sem ég get galdrað eitthvað gúmolaði úr... efast samt um það. Spurning um að eyða bara síðustu krónunum í smá sætindi og horfa svo á einhverja skemmtilega mynd með krökkunum... sjáum til.

Ég á afmæli í dag :D

Ég á afmæli í dag
Ég á afmæli í dag
Ég á afmæli í daaaaaaag
Ég á afmæli í dag :D

föstudagur, september 03, 2004

Komin á nýjan bíl :D

Jíha, við erum komin á nýjan bíl. Gamli skrjóðurinn okkar hefur nú dugað ágætlega og staðið sig vel. En það er bara svo margt sem þarf að gera við til að fá hann skoðunarhæfann, að okkur fannst ekki borga sig að vera að punga út fullt af peningum í þetta gamlan bíl. Þess vegna ákváðum við eftir nánari umhugsun að kaupa frekar almennilegan, nýlegan bíl í góðu standi. Þannig að nú erum við keyrandi um á Mitsubishi Lancer stationbíl, 96 módelið, og erum alsæl með hann. Rosalegur munur að vera á bíl sem er ekki með nein aukahljóð eða hristing ;) Hér er mynd af fína kagganum okkar ;)




fimmtudagur, september 02, 2004

Arna stóra

Já, hún fór sko bara alein út í búð áðan með klink í poka og keypti ís handa sér og Hjalta. Svakalega dugleg. Reyndar er umrædd búð bara í ca 30 sekúnda göngufæri, en þetta er samt stór áfangi fyrir 4 1/2 árs skottu :D

mánudagur, ágúst 30, 2004

Arna Valdís í augnskoðun

Jæja, LOKSINS komst ég í augnskoðun með Örnu. Ég átti nefninlega tíma fyrir hana í byrjun JÚNÍ en var svo ótrúlega klár að ég gleymdi tímanum og þurfti að fá nýjan. Þá var náttúrulega læknirinn að fara í sumarfrí og langur biðlisti í þokkabót, svo við fengum ekki tíma fyrr en sem sagt í dag. Ég ætlaði sko ekki að missa af þessum tíma í þetta skiptið og stillti símann minn á að minna mig á þetta svona triljón sinnum ;) En jájá, við komumst sem sagt í skoðunina og Arna sá bara alveg ágætlega, sem betur fer. Læknirinn sagði að hún væri með örlítið skerta sjón, en það væri svo sem ekkert óalgengt og ekkert til að gera neitt veður út af. Bara fylgjast með henni hvort það versni nokkuð. Gott er nú að þetta var í lagi ;)