sunnudagur, ágúst 29, 2004

Brauðilmur mmmmm

Já, ég er að baka brauð, svei mér þá. Annars var ég nú ósköp dugleg að baka brauð fyrir svona rúmu ári síðan, en svo fengum við okkur bíl og gátum skroppið til Sverige og keypt ódýrt brauð þar. En núna er buddan frekar tóm eftir sumarfríið, svo myndarlega húsmóðirin *hóst* tók sig til og bakaði brauð. Það eru sem sagt tvö girnileg brauð að bakast í ofninum ;) Og þar sem ég er nú á kolvetnasnauðu fæði og á ekkert að borða svona brauð, þá gerðist ég meira að segja svo dugleg að hræra saman kolvetnasnautt brauðmix og það er að hefast. Það verður sem sagt líklegast bara brauð og álegg í kvöldmatinn hér, en það er nú svakalega gott að fá svona nýbakað brauð :D

laugardagur, ágúst 28, 2004

Meira um tvífarana

Bara svona að gamni þá smelli ég hér inn myndum af þeim stöllum Natalie Wood og Birgittu Haukdal ;)





Annars á ég ekki orð yfir illgirninni og ósvífninni í ákveðnum aðilum á Barnalandi. Gjörsamlega samviskulausar.

föstudagur, ágúst 27, 2004

Birgitta Wood eða Natalie Haukdal?

Ég verð nú bara að deila þessu með ykkur. Þetta er sem sagt mynd af hinni gullfallegu og frægu leikkonu Natalie Wood heitinni. Mér finnst nú bara hún Birgitta Haukdal næstum nákvæmlega eins. Ótrúlega líkar :D






miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Hóhóhó, ég er á lífi

Komin aftur til Noregs, sumarfríið bara búið, ég byrjuð að vinna, krakkarnir komnir í skólann og leikskólann og bara allt eins og áður. Æ það er samt gott að komast í rútínuna aftur ;)

Við fengum nú bara svaka fínt veður á Íslandi seinni hlutann þar, hitabylgja og fullt af hitametum slegið... ég sólbrann meira að segja :S Svo er bara rigning hér í Noregi í dag, piff :þ Samt frekar hlýtt sko ;)

En jæja, ég er þreytt. Ætla bara að horfa á Dinosaur með litlu ungunum mínum, gefa þeim smá jógúrt og koma þeim svo í bólið.