Óhræsis mígreni
Sem betur fer hrjáir það ekki mig, en elsku kallinn minn liggur alveg ónýtur inni í rúmi að drepast úr verkjum og vanlíðan :( Fékk sér einn kóksopa og kastaði upp maganum í staðin. Ég opnaði hurðina þarna inn og hann bað mig vinsamlegast að loka henni því hann þyldi ekki matarlyktina. Ég var bara ekkert að elda, það var fólkið á neðri hæðinni. Svo voru allar verkjatöflur búnar, en stundum er nú gott að vera hjúkka. Ég brunaði niður á deild og fékk fyrir hann verkjastíla og ógleðistillandi, vonandi hjálpar það smá svo hann geti sofið aðeins. Svefninn virkar oftast best á þetta. Aumingja kallinn :( Ég komst ekkert í leikfimi í dag því ekki gat ég skilið börnin eftir hjá pabba sínum. Kannski ég komist út að labba í kvöld þegar þau eru sofnuð.
Elísa er loks komin heim. Hún bað nú um að fá að gista eina nótt enn, en þá sagði ég nei. Fannst að hún gæti nú aðeins verið heima hjá sér ;)