Merkilegt með þessa krakka hvað þau virðast bara stundum halda að pabbi þeirra sé ósýnilegur. Ef þau þurfa eitthvað þá er það alltaf mamma mamma mamma. Maður getur stundum orðið alveg galinn á þessu sko.
Mamma, viltu gefa mér eitthvað að drekka.
Mamma, ég er svolítið svöng.
Mamma, komdu að skeina mig.
Mamma, ég er svo þreytt.
Mamma, viltu kveikja á sjónvarpinu.
Mamma, viltu gefa mér meiri eplasafa.
Mamma, viltu breiða á mig.
*GARG*
Æ, það er samt yndislegt að vera mamma. Svo ef maður er búinn að vera eitthvað pirraður á þessum elskum svona um daginn eða kvöldið, þá er alveg nóg að kíkja bara á þau þegar þau eru sofnuð. Það er alveg lífsins ómögulegt að vera pirraður út í saklaus sofandi börn :D