Jæja, búin að finna 27 hluti til að henda. Þetta var nú ekkert voðalega auðvelt, en þar sem maður bara VARÐ að finna 27 þá gerði maður það ;)
Hvað á maður þá að gera næst? Kannski hreinsa til á einum hot spot. Tökum bara skenkinn ;)
Bullubloggsíðan hennar Lilju
OMG ég held að ég læri aldrei á þetta :/
sunnudagur, ágúst 03, 2003
Dagur tvö sem FLYbabie ;). Í dag á ég að búa mér til kvöldrútínu, þ.e. ganga frá því mesta fyrir svefninn svo það sé ekki allt í rúst þegar maður vaknar.
1. Pússa eldhúsvaskinn ;) (mjög mikilvægur þessi vaskur) og ganga frá í eldhúsinu.
2. Tína saman dótið í stofunni.
3. Finna föt fyrir morgundaginn.
4. Fara í afslappandi bað ;)
Er þetta ekki ágætt til að byrja með?
Nú svo eru tvö önnur atriði sem ég á að hafa í huga í dag. Í fyrsta lagi passa s.k. hot spots, en það eru svæði sem safna á sig drasli. Sófaborðið mitt og skenkurinn eru týpísk svoleiðis svæði. Ef maður setur einn hlut þar þá margfaldast hann bara alveg sjálfkrafa :Þ. Ég á sem sagt að minnka aðeins þessa hot spots í dag. Annað atriði er að labba um íbúðina með ruslapoka og finna 27 hluti sem má henda. Bara setja þá í pokann, aldrei kíkja ofan í hann aftur og svo bara binda fyrir og HENDA. Maður á allt of mikið drasl.
Well, best að fara að gera eitthvað af þessu. Ég er búin að pússa eldhúsvaskinn, geri það eflaust aftur í kvöld (ég er ægilega ánægð með eldhúsvaskinn minn núna). Ég ætla að byrja að finna þessa 27 hluti til að henda ;)
Lilja FLYbaby
laugardagur, ágúst 02, 2003
Úbbasí, svolítið langt síðan ég bloggaði síðast. Það sem er búið að gerast merkilegt síðan síðast í stuttu máli:
1. Við Hjalti Sævar fórum til Íslands í eina viku í maí.
2. Tengdamamma og tengdapabbi komu í heimsókn í júní.
3. Stelpurnar fóru með tengdó til Íslands og eru búnar að vera þar í sumarfríi.
4. Elísa Auður er búin að eyða tíma með Alla pabba sínum og virðist báðum líka vel :D.
5. Arna Valdís og Hjalti Sævar eru komin með leikskólapláss og byrja núna í ágúst.
6. Bjöggi er farinn til Íslands að sækja stelpurnar, þau koma aftur þriðjudaginn 5. ágúst (JIBBÍ).
7. Við erum líklega að kaupa bíl, ég fæ meira að segja að hafa hann á mánudaginn ;).
Annað merkilegt: Mér var bent á þessa FRÁBÆRU síðu fyrir "hvernig í ósköpunum á ég að hafa allt hreint og skipulagt heima hjá mér" ofurkonur:
http://www.flylady.com/ (þetta blogdrasl vill ekki gera hyperlink)
Ég náttúrulega skráði mig strax og er BÚIN að þrífa vaskinn og gera hann glansandi :D. Þetta er sko alveg súpersíða, bara fylgja leiðbeiningunum... já og gera það sem manni er fyrir sett. Ég ætla mér að halda smá dagbók yfir þetta hér ;)
Jæja, ég ætla að tjatta aðeins við netvini... þessa fáu sem eru heima um verslunarmannahelgina ;)