Hæ og hó. Ég var að vinna í gærkvöldi, tók aukavakt, og var dobbluð til að taka aukavakt í dag aftur, sko um daginn. Jújú, allt í lagi með það, nema ég steinsvaf svona yfir mig í morgun og varð allt of sein í vinnuna. Hrikalega er óþægilegt að sofa svona yfir sig. En þeim var svo sem alveg sama niðri í vinnu. Hjalti Sævar var svakalega ánægður að sjá mömmu sína þegar hún kom heim í dag, enda erum við lítið búin að sjást síðan klukkan tvö í gærdag. Það er svona þegar maður tekur kvöldvakt-morgunvakt. Hann er svo mikil rúsína, búinn að knúsa mig og gera aaaaa og kyssa mig blautum slefkossum með galopnum munninum. Algjör engill :D. Svo er hún Arna Valdís orðin GameBoy fíkill, finnst svakalega skemmtilegt að vera í GameBoy núna (verður sko að gera allt eins og stóra systir). Elísu Auði hef ég varla séð því hún er svo upptekin að leika við vinkonur sínar og rétt sást hér í mýflugumynd áðan, áður en hún hljóp út aftur.
Jæja, ég ætla að fá fleiri slefkossa og búa svo til einhvern mat handa okkur ;)
Bullubloggsíðan hennar Lilju
OMG ég held að ég læri aldrei á þetta :/
sunnudagur, mars 02, 2003
laugardagur, mars 01, 2003
Vei, mér tókst að setja inn gestabók og e-mail. Rosalega er ég að verða klár, haha :þ. Svo held ég svei mér þá að mér hafi tekist að setja inn kommentakerfi, jíha!!!! Síðan setti ég inn voða sæta veðurstelpu sem sýnir okkur hvernig veðrið er hér í nágrenni Fredrikstad í Norge (og að sjálfsögðu er hún rauðhærð).
Góðan daginn!
Hér er klukkan núna kortér yfir tíu og ég er búin að vera vakandi síðan klukkan sjö þegar Hjalti Sævar vaknaði. En reyndar fór ekki ekki fram úr fyrr en um hálfníu og þá beið mín nú alldeilis óvænt ánægja, því stelpurnar voru búnar að taka til í stofunni. Ekkert smá gaman að koma fram og allt er bara voða fínt. Annars er Elísa núna inni í herbergi í tölvuleik, Arna situr hér á stofugólfinu og er að kubba og skipaði mér örvæntingarfull að fjarlægja Hjalta svo hann væri nú ekki alltaf að rífa af henni kubbana og skemma fínu húsin sem hún er að byggja. Þannig að núna situr Hjalti í ferðarúminu sínu, sem er alveg ágætis leikgrind, og er reyndar sjálfur að dunda með einhverja kubba. Þetta eru nú alldeilis sæt og góð börn sem ég á. Kallinn steinsefur inni í rúmi. Ég ætla bara að reyna að leggja mig þegar hann vaknar, eða ef Hjalti sofnar. Svo er ég að fara á kvöldvakt á eftir, þarf að mæta klukkan hálfþrjú. Ég er nú eiginlega frekar sybbin, en vonandi næ ég smá kríu á eftir.
Annars er ég með bólu í eyranu, mikið hrikalega er þetta óþægilegur staður *grrr*
miðvikudagur, febrúar 26, 2003
Hæhæ, þá er næturvöktunum lokið í bili. Er búin að eyða nokkrum klukkutímum í að skoða og svara póstinum mínum, og eyða ágætis orku í að rífast um Kárahnjúkavirkjun á einum póstlistanum mínum ;) Er mikið á móti henni nebbla. En annars er bara allt ágætt að frétta af mér. Mér tókst að gefa börnunum að borða á milli pósta og stelpurnar sitja núna og horfa á barnatímann. Hjalti situr hér á bak við mig og nagar ristað brauð... eða nei, hann er víst búinn að henda því í gólfið. En hann er að skoða eitthvað dót ;)
En mig langar svo að prófa að setja inn mynd.
Vei, sko mig :D